Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1905, Blaðsíða 22
22
flytja hann, er hin yngri voru rituð, og hann þá heitið í Hróarsholti?
Legg eg þessar tilgátur undir álit skynbærra manna.
önundur bíldur.
Svo segir Landnáma (V. 9.): »önundr bíldr, er fyr var getið,
nam land for austan Hróarslæk ok bjó í önundarholti«. En áður,
í 4. k. segir frá því, er önundur féll í Orustudal fyrir Gunnari
Baugssyni. Landnám Önundar hefir að neðanverðu takmarkast af
landnámi Lofts, eður þeim hluta þess, sem Loftur gaf Þórviði Ulfs-
syni, og hafa landamerkin líklega verið um Súluholtskeldu. Að of-
an hefir landnámið náð að löndum þeirra bræðra Arnar væla og
Þorleifs gneista. Að vestan sýnist í fljótu bragði, að það hafl náð
að Hróarslæk. En hafi svo verið, þá heflr Hróar bygt í landnámi
önundar, og getur það vel verið. En hitt getur lika verið, að orð
Landnámu: fyrir austan Hróarslæk, hafi þá eina meiningu, að land-
nám önundar hafi verið til austurs frd Hróarslcék, eða jafnvel: fyrir
austan Hróarslœkjarland. En þó að Hróar hafi þegið land sitt af
Önundi, þarf ekki getgáta mín um »Hróarslæk« og »Hróarsholt« í
handritunum að falla fyrir það. Að austan heflr land Kols í Kols-
holti tekið við, hvort sem hann heflr nú verið landnámsmaður, eða
leysingi önundar, sem er fult eins líklegt, bæði af því, að nafnið
Kolur er oft þrælsnafn, og líka af því, að eftir landslagi virðist eðli-
legast, að landnám Önundar hafi í fyrstunni náð austur að Villinga-
holtsvatni og Skúfslæk, en Kolur svo fengið skák austan af því.
En milli Kolsholts og önundarholts eru engin landaskil af náttúr-
unni. Sú er sögn um Kol, að hann hafi átt vingott við Ragnheiði
á Ragnheiðarstöðum, en hafi þótt leiðin þangað votsöm, og því lagt
göngugarð ofan frá Kolsholtsbjalla til Ragnheiðarstaða (hinna fornu,
auðvitað). Og hvað sem um þá sögu er að segja, þá sýnir garður-
inn sig enn í dag, sér gjörla til hans alla þessa leið, þó hann sé
mjög niðursokkinn og suðurendi hans sandi hulinn, en efri endinn
sokkinn í blauta mýri framundan Kolsholtsbjalla. Og á stöku stað,
þar sem blautast er, er hann lítið eitt slitinn. Hann er ýmist kall-
aður Kolsgarður eða Kolsstlgur. Eftir því sem tilhagar, virðist hann
hvorki vera ætlaður til að vera landamerkjagarður né vörzlugarður.
Mun það því rétt, að hann hafi verið göngugarður.
Ekkert getur Landnáma um það, hvar önundur bíldur var
heygður. En leiði iians er sýnt, á móaholti milli bæjarins og Orustu-
dals. Eg skoðaði það í sumar, og Guðbrandur bóndi Tómasson í
Önundai'holti með mér. Sigurður Vigfússon heíir lýst þessu mann-