Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1905, Blaðsíða 4

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1905, Blaðsíða 4
4 bærinn er nú, gengur enn sandur að honum, svo hæpið er, að hann haldist þar til lengdar. Fljótshólar eru austurvið Þjórsá, og hat'a nafn sitt af henni (fljót = stór á). Ekki eru sagnir um, að þeir liafl verið fluttir nema einusinni. En þar, sem rúst »fornu Fljótshóla« er sýnd, virðist mér fremur ólíklegt, að bærinn hafi í fyrstu verið settur. Þar er láglent, og mun hafa verið raklent áður sandur fauk á, og þar eru engir hólar, eða neinar mishæðir, sem bærinn gæti haft nafn af. En fram í öldunni, þar fram undan, eru tvær rústabungur svo miklar, að það hafa óefað verið bæir. Nöfnin eru nú gleymd; en á nyrðri rústinni er varða, sem heitir Kelavarða. Það er auðvitað, að vai’ðan, og þá líka nafnið, er alt frá nýrri tíma en rústin. Gæti ég trúað, að þess- ar rústabungur séu hinir upprunalegu Fljótshólar; liafl þar þá verið tvíbýli og sinn bær staðið í hvoru lagi á sama túninu, eins og víða á sér stað. Þar nálægt gátu þá vel verið hólar, þó uú séu þeir af- blásnir eða sandi huldir. Gegnishólar heitir jörð í landnámi í.ofts. Þar eru nú 4 býli i aflöngum móhelluhól Hóllinn er tvískiftur um miðjuna. Þar eru hellar margir og sumir niðurfallnir. Má vera að í fyrndinni hafi verið hellir gegnum miðjan hólinn, opinn í báða enda, og verið Kallaður Gegnir; en hafi síðan hrunið og skarðið blásið, en þó loks gróið upp aítur. Því get eg þessa, að þenna eina veg sé ég til að skýra bæjarnafnið: Gegnishólar. — í Gegnishólalandi er eyðihjáleiga sem heitir Timburhóll. Sjást þar óglöggar rústir og fornlegur tún- garður. Eru tvær sagnir um uppruna nafnsins. önnur er sú, að þar hafi búið timbursmiður. Hin er sú, að þangað hafl árlega verið safnað öllu rekatimbri Skálholtsstaðar af rekum staðarins milli Þjórs- ár og ölfusár, og svo dregið þaðan á hjarni. Þetta er þó lítt senni- legt, að mér virðist, eftir landslagi. Hygg ég öllu heldur, að á landnámstið hafi verið »timburskógur« á hólnurn og hann svo borið nafnið síðan. En annað er merkilegt við Timburhól. Hann er kom- inn i eyði á 17. öld, og verður þá þræta um eignarrétt á landinu milli Skálholtsstóls, sem þá átti Seljatungu og vildi helga henni landið, og Gegnislióla eigenda, er vildu helga það sinni jörð. Árið 1574 nefndi Þórður lögmaður Guðmundsson 6 menn til að riða á landamerkin, og er álitsskjal þeirra enn til í eftirriti í eign Tómasar bónda Magnússonar í Efri-Gegnishólum. Þar er mjög varlega tekið til orða og sagt að lyktum, að sá málspartur skuli eignast landið »sem skjallegri gögn heflr«. En »gögn« mun hvorugur hafa haft, og hafa Gegnishólar haldið landinu, þvi þar liggur það beint við,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.