Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1905, Side 15
15
flaut langt upp í Flóa, en mörg hús hin dönsku skemdust og brotn-
uðu og flutu trén alt upp að Flóagafli. í fjósi á Hrauni drápust
kýr nokkrar, einnig hestur þar og enn kýr hjá húsmönnum. Sjór
féll þar inn í bæ allan og héldu menn sér þar sumir uppi á húsa-
bitum, en sumir voru á þekjum uppi; misti Katrín, ekkja sú er þar
bjó, til LXXX hundraða í því flóði. IX menn týndust þar af skipi
á Eyrarbakka, það átti Rannveig mjófa á Iiáeyri, dóttir .Tóns bónda
á G-rund, Bjarnarsonar, Jónssonar biskups; hún hafði búið þar alla
æfi ógift og alið á heimili sinu XX börn föðurlaus«.
Hér er nú að vísu eigi getið um, að bæir hafi lagst í eyði, og
er þó auðséð, að kunnugur segir frá. Það er samt ekki að marka.
Það er vanalega ekki kallað að bæir leggist í eyði, þótt þeir
séu fluttir undan eyðingu. Það gegnir minni tiðindum. Ogþað því
fremur, sem flutningurinn gat ekki farið fram fyr en um vorið eft-
ir, og þá var að líkindum búið að skrifa um þessi tíðindi.
Enginn efi er á því, að það er þessari frásögn Arbókanna að
þakka, að minningin um þetta fióð hefir haldist. En þá gat hitt,
sem munnmælin hafa fram yfir, flotið með. Heimildarmenn mínir eru
fiestir dánir; fremstan þeirra tel eg Þorleif hreppstjóra Kolbeinssou.
En af núlifandi mönnum heflr Olafur hafnsögumaður Teitsson frætt
mig einna bezt.
Það var fyrst eftir Stóraflóð 1799, að »faktor« einn á Eyrar-
bakka (mig minnir eg heyrði hann nefndan Guðmund Ögmundsson)
lét byggja sjógarð fyrir framan verzlunarhúsin. Var hann all-sterk-
ur, en náði eigi út fyrir húsin svo teljandi væri. Og svo var hann
enn þá er eg kom fyrst á Eyrarbakka. Seinna lét Guðm. Thorgrím-
sen, verzlunarstjóri, lengja garðinn bæði út og austur, og eftirmaður
hans, P. Nielsen, hefir lengt garðinn alt austur að landamerkjum
Skúmsstaða og Háeyrar. Fyrst er eg fór að kynnast á Eyrarbakka,
voru graslendisbakkar með sjó fram fyrir öllu Háeyrarlandi, nema
Eyvakoti, þar var lægð, og barst þar upp sandur og möl. Þar eign-
aðist Einar kaupmaður Jónsson verzlunarlóð og setti flóðgarð fyrir.
Hætti þá öllum sand- og malarburði þar. Einar var einnig fyrsti
frumkvöðull sjógarðsbyggingar á Stokkseyri, er hann um hríð var
meðeigandi þeirrar jarðar. Guðmundur hreppstjóri Isleifsson, sem
eignaðist Háeyri eítir Þorleif tengdaföður sinn, hefir einnig sett sjó-
garð fyrir Háeyrarlandi, vestan frá garði þeim, sem Einar setti fyr-
lr verzlunarlóð sína, austur að landamerkjum. Heflr eigi sjávar-
gangur spilt Eyrarbakka síðan þeir garðar voru settir.
Stuttri bæjarleið fyrir vestan gömlu Einarshöfn var bær, sem
vanalega var nefndur Refstokkur eða Rifstokkur, en er ætlað að sé