Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1920, Page 5
5
að Cainnech var helgur maður frá Leinster (Laighin) og lifði á 6
öld, en æflsaga hans var ekki rituð fyr en löngu seinna, og helgi-
sögur hans og annara irskra dýrlinga eru í þeirri mynd, sem þær
nú hafa, yngri en frá 10. öld; gat því auðveldlega mörg tímavilla
slæðst inn í þær. Zimmer hyggur því, að hér sé alls ekki um forn-
írskan heiðinn fórnarsið að ræða, heldur sé það norrænn siður, sem
sé rangt tímafærður. Hann hafi tíðkast meðal norrænna víkinga á
írlandi á 9. öld, og hafi söguritarinn heimfært hann ranglega til daga
Cainnechs helga. Þykist Zimmer finna ýmsar aðrar menjar í sögum
írskra dýrlinga frá 5. og 6. öld, sem ekki eigi rætur sínar að rekja
til írskrar eða keltneskrar heiðni, heldur séu siðir og venjur, er tíðk-
ast hafi meðal norrænna víkinga á írlandi á 9. og 10. öld. Sumar
af tilgátum hans í þessum efnum fá þó varla staðist.1) En að því
er þessa frásögu sérstaklega snertir, styður hann skoðan sína aðal-
lega á orðinu gialcherd, sem sagan notar. Orðið kemur hvergi fyrir
annarsstaðar, en Zimmer skýrir það svo að það sé samsett af cert
— list, bragð, og giali = gísl (germanskt lánorð). Samkvæmt þessu
sýni þýðing orðsins, að víkingarnir hafi tekið börn Ira, sem þeim
hafi verið gefin í gísling eða þeir hafi hertekið, og hafi þeir framið
þessa list á þeim, líklega í augsýn foreldranna.
Það er sjálfsagt rétt athugað hjá Zimmer, að hér geti ekki verið
að ræða um sögulegan irskan viðburð, er skeð hafi á Irlandi á 6.
öld. Því þess ber að gæta, að þá hafði Irland, sérstaklega suður-
hluti þess, verið kristið um langan tima. Auk þessa kveður lítið að
mannafórnum meðal Kelta á Irlandi i heiðni, eftir því sem ráða má
af fornritum þeirra eða öðrum menjum. Margir höfundar hafa jafn-
vel staðhheft, að mannablót hafi alls ekki átt sér stað meðal þeirra,
en 8Ú skoðun mun varla vera rétt.2) Víst er þó að þau munu hafa
horfið þar mjög snemma. Það veikir því, eða jafnvel ósannar, áreið-
anleik frásagnarinnar um þenna atburð á 6. öld, og gerir þannig
líklegt, að skoðun Zimmers sé rétt, að hér sé blandað málum. En
honum mun skjátlast, er hann ætlar, að víkingarnir hafi gert sér
þetta að leik. Það virðist nær að skoða. þetta einskonar fórnarsið
eða ef til vill öllu heldur leifar af gömlum fórnarsið. Grimmir voru
að vísu norrænir víkingar að því leyti, að þeir þyrmdu mönnum eigi,
heldur drápu miskunarlaust fólk á öllum aldri, jafnt karla, konur
‘) Sbr. Kuno Meyer, Zeitschrift fiir celtische Philologie I. 1897, bls. 497.
2) Sjá grein próf. F. N. Robinson’s (Human sacrifices among the Irish Celts) í
Anniversary papers by colleagues and pupils of G. L. Kittredge. Boston 1913,
bls. 185—19/.