Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1920, Síða 6

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1920, Síða 6
6 sem börn Hins vegar limlestu þeir sjaldnast eða kvöldu menn, eins og austrænar og suðlægar þjóðir gerðu. En þessi meðferð barnanna er svo grimmleg og viðbjóðsleg, að hún virðist varla geta hafa átt sér stað, nema einhver hjátrú eða forneskja stæði bak við hana.1 2) Það er kunnugt, að alsiða hefir verið meðal heiðinna þjóða að blóta föngum eða herteknum mönnum, og sérstaklega þeim, sem fyrst voru teknir í stríði eða orustu. Var þá ekki ætíð farið eftir kyn- ferði eða aldri. Þannig segir Prokopius, að Fránkar, áður þeir fóru yflr Pófljótið árið 539, hafi kastað í það gotneskum konum og börnum, er þeir höfðu tekið til fanga.8) Það má jafnvel ætla að undir vissum kringumstæðum hafi menn sérstaklega valið börn til blóta,3) enda er einatt í þjóðsögum barnsblóð notað til að lækna lík- þrá, ennfremur voru börn líka múruð inn í hyrningasteina á hús- um og trúðu menn því, að þannig yrði það trygt, að húsið stæði lengi 4 * * *) Það getur því vel verið, að til vissra blóta hafi víkingarn- ir valið börn, og hafi helgað þau Óðni með því að marka þau geirs- oddi eða á annan hátt Þó kann svo að vera, að á víkingaöldinni hafi trúin á það verið farin að dofna eða ástæðan til blótsins hafi verið gleymd, en siðurinn þó haldist, þar til menn eins og ölvir hafi bannað mönnum að fremja hann; þó hafa verið menn þá, eins og nú, sem hafa verið fastheldnir við fornar venjur og því skopast að ölvi fyrir nýbreytni hans. Mér virðist líklegt, að setja megi sið þenna i samband við frásögn Prokopiusar, gríska sagnaritarans (á 6. öld), um Thulíta (íbúa Thule). Hann segir, að þeir séu mjög guð- rækin þjóð, og að hin bezta fórn, sem þeir þóttust geta fært Ares guði sinum, væru þeir fangar, er þeir tækju fyrst í bardaga. En ekki létu þeir sér nægja að fórna föngunum á altari,* heldur hengdu þeir þá líka upp í tré, eða köstuðu þeim meðal þyrna, eða ‘) Það er reyndar erfitt að fortaka, hvaða grimdarverk hermenn og víkingar kunni að fremja í stríð-æsingu. Þannig er sagt, þegar Englendingar hældu niður uppreisn Ira á dögum Elízabetar drotningar, hafi hermenn úr liðsveitum þeirra Pel- ham og Ormond tekið smábörn upp á spjótsoddum sínum og kvalið þau með því að þyrla þeim þar (W. E. H. Lecky, A History of England in the 18th century. London 1878. II, bls. 97), en reyndar er sú frásögn frá írskum annálariturum. 2) E. Mogk, Die Menschenopfer bei den Germanen. Leipzig 1909, bls. 11. *) E. Mogk, sama rit, bls. 20 (barnablóð á sjó meðal Erísa). *) J. (rrimm, Deutsche Mythologie. 4. Ausg. II. 1876, bls. 956—957; sbr. og Bretasögur, i Hauksbók, Kbh. 1892—96, bls. 270—271. — Geta má þess að leifar þessar siðar má enn finna meðal vor. Eins og kunnugt er, leggja menn nú peninga í hyrningarsteininn, en það er reyndar ekkert annað en gamli siðurinn í annari mynd; peningar eru nú settir í stað barna eða lifandi dýra.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.