Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1920, Qupperneq 7
7
drápu þá á annan grimmlegan hátt.1) Thúlítar voru sjálfsagt íbúar
Noregs eða Skandínavíu. Ur sögunum þekkjum við og ýmsa blót-
siði af líku tagi, svo sem að rista blóðörn og annað þess konar.
Og það er ekkert líklegra en að henda börn á spjótsoddum megi
telja þar til.
Halldór Hermannsson.
Athugasemd
um fiðlarann í ðómkirkjunni í Niðarósi-
í endi greinar minnar i síðustu Árbók um íslenzku fiðluna, gat
eg þess, að meðal hinna fornu, úthöggnu steinmynda í Niðaróss-dóm-
kirkju væri mynd af manni, er léki með boga á strengjahljóðfæri,
sem virtist vera 'líkt íslenzku fiðlunni, og kvað steinfiðlara þennan
þess verðan, að honum yrði nánari gaumur gefinn.
Nú í haust, 10. sept., sýndi séra Bjarni Þorsteinsson á Siglufirði
mér þá velvild, að senda mér grein eftir Erik Eggen lektor, prent-
aða í Aftenposten í Kristianiu 31. júlí í sumar, og er greinin um
steinmynd þessa. Höf. vitnar í fiðlu-lýsingu séra Bjarna og þykir
hún koma svo vel heim við steinmyndina, »að á því virðist enginn
vafi geta verið, að hér sé um sama hljóðfærið að ræða« (»at der synes
ingen tvil at være mulig med hensyn til identiteten«). — Hann tek-
ur það fram, að margt virðist benda á, að hljóðfærið, sem sýnt er
með inyndinni, sé norskt og ekki sérstaklega íslenzkt. Á þeim tím-
um, sem myndin er frá (12. öld), var fiðlan forna algengt hljóðfæri
í Noregi og víðar, og þótt ekki séu til myndir af henni, nema þá
þessi, né glöggar lýsingar, telur hann fullvist, að hún hljóti að hafa
verið þessu lík. Svipur mannsins, sem er á myndinni, þykir hon-
um einkennilega norskur, helzt austnorskur eða þrænzkur.
Með greininni er allskýr mynd af steinkarlinum; mér þykir hún
þó ekki, né heldur ummæli höfundarins, taka af allan efa um það,
hvort hér sé utn öidungis sarnskonar fiðlu að ræða og þá er hér
þekkist, en meiri líkur þykja mér nú en áður til þess, að hér sé um
fornan fiðlara að ræða og að fiðla karls sé harla lík íslenzku fiðl-
unni. Ekki get jeg talið það ósennilegt, að fiðlari þessi sje ekki
sjerstaklega íslenzkur; enda ætla jeg að fáir landar vorir hafi gerst
til þess að ganga með gígju eða fara með fiðlu meðal manna í Noregi.
M. Þ.
*) Procopius, De bello gothico II. bók, lö. kap.