Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1920, Page 9

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1920, Page 9
9 Snorri goði hafði þar fylkt fyrir liði sínu svá þykkt, at þeim gekk eigi þar at fara. Snorri goði kallaði þá á Flosa: »Hví farið þér svá geystir eða hverir elta yðr?« Flosi svarar: »Ekki spyrr þú þessa af því, at þú vitir þat eigi. En hvárt veldr þú því, er vér megum eigi sækja til vigis í Almannagjá?« — »Eigi veld ek því«, segir Snorri, »en hitt er satt, at ek veit, hverir valda, ok mun ek segja þér, ef þú vilt, at þeir valda því Þorvaldr kroppinskeggi ok Kolr«. — Þeir váru þá báðir dauðir ok höfðu verið hin mestu ill- menni í liði Flosa«. (145. k.). Ekki má í milli sjá, í hvoru er naprara háðið, spurningunni Snorra eða svari hans, en þó fær svarið ekki notið sín fyllilega, því að sagan hefir farið rangt með það og sízt bætt um með útskýr- ingunni á því. Snorri á hér vissulega ekki við nein nýdauð »ill- menni í liði Fiosa«, heldur við þá tvo menn, sem fyrst höfðu farið sögur af hér á þessum slóðum, fyrir rúmum 3 aldarfjórðungum eða svo; allir könnuðust við þá, og ekki er ólíklegt að sumir hafi jafn- vel þózt verða varir við þá stundum. Ari fróði kunni skil á þeim: »Maþr hafþi secr orþit of þræls morþ eþa laysings, sá es land átti í Bláscógom. hann es nefndr Þórer croppinskeggi. en dóttor- sonr hans es callaþr Þorvalldr croppinskeggi, sá es fór síþan í Austfiorþo, oc brendi þar inni Gunnar broþor sínn. suá sagþi Hallr Orækiosonr. en sá hét Kolr, es myrþr vas. viþ hann es kend geá sú, es þar es kölloþ síþan Colsgeá, sem hræen fundusc. land þat varþ siþan allzheriar fé. en þat lögþo lanzmenn til alþingis nayzlo. af þuí es þar almenning at viþa til alþingis í scógom oc á heiþom hagi til hrossa hafnar. Þat sagþi Ulfheþinn oss«. (Isl.bók, 3. kap.). Það hefir orðið mönnum minnisstætt, að Snorri átti hér við tvo drauga, þræl og þrælmenni, sem þrælinn myrti, og það þá varla að ósekju. En söguritarinn, sem líklega hefir verið Skaptfellingur, hefir ekki kannast við þá og kemur því með skýringu sína. Ef til vill hefir hann heyrt getið um illmennið Þorvalld kroppinskeggja, þann sem Ari prestur getur um, og haldið að Snorri hafi átt við hann. Austfirðingar voru í liði Flosa. Ohugsandi er þó að slíkir stórglæpa- menn sem bróðurmorðingjar, sekir skógarmenu, hafi verið í liði hans. En frásögnin útilokar sjálf þann möguleika, að hér sé um Þorvald að ræða áður en hann vann níðingsverkið.1) ’) Þetta greinarkorn er bvgt á atbngasemdum, sem eg tók eftir að eg hafði ritað 9. XI. 1911. •— Nú sé eg að prófessor Andreas Heusler hefir í útleggingu sinni á Njáls sögu, Die Geschichte vom weisen Njal, prentaðri i Jena 1914, hent á það í neðanmálsgrein á hls. 338, að Þorvaldr sé nefndur i islendingabók og rétt á eftir sé nefndur Koir nokkur, er dáið hafi um 930; verðnr honnm spurn, hvort þetta sé hending ein. — Honum hefir ekki dottið í hug hið sanna samhengi, og ókunnugt er mér um, að það hafi komið í ljós hjá öðrum. 2

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.