Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1920, Blaðsíða 10
10
Annað mál er það, við hvað Snorri goði hefir átt, með þvi að
svara Flosa þannig. Hann hefir sýnilega ekki viljað kannast blátt
áfram við það, að hann væri að veita mótstöðumönnum hans lið,
vitað að Flosi sá það, þótt hann spyrði þannig Hann hefir og
sýnilega viljað erta hann og ergja með háðslegu svari, sem hann
vissi að Flosi skildi. Eu víst er broddurinn í svarinu ekki eins
sár fyrir það, að Snorri gefur óvœttunum á staðnum sök á mótstöð-
unni gegn Flosa, og hefir hann líklega hagað orðum sínum svo af
ásettu ráði.
2. Vísuhelmingur Snorra goða.
Þegar þeir Asgrími' gengu fyrir Guðmund ríka í liðsbón sinni,
vékst hann betur við en nokkur annar, hét að berjast með þeim,
»þó at þess þurfi við, ok leggja mitt líf við yðvart lífc, sagði hann.
»Ek mun ok því launa Skapta, at Þórsteinn holmuðr son hans skal
vera i bardaganum með oss, því at hann mun eigi treystast öðru
en gera sem ek vd, þar sem hann á Jódísi dóttur mina. Mun Skapti
þá til fara at skilja oss«. (140. kap) Þetta gekk eftir, »Skapta Þór-
oddssyni var sagt, at Þórsteinn holmuðr son hans var í bardaga
með Guðmundi hinum ríka,- mági sínum, ok þegar Skapti vissi þetta,
gekk hann til búðar Snorra goða ok ætiaði at biðja Snorra, at hann
gengi til með hánum at skilja þác. En þá var það að Ásgrímur
skaut spjótinu til Skapta og í gegnum báða fætur hans. »Skapti
fell við skotit ok fekk eigi upp staðit; fengu þeir þat eina ráðs
tekit, er hjá vóru, at þeir drógu Skapta inn í búð sverðskriða nokk-
urs flatan«. — Er Kári hafði felt Eyjólf Bölverksson kom Snorri
goði að með flokk sinn og »var þar þá Skapti í liði með hánum, — ok
hljópu þegar í milli þeirra. Náðu þeir þá eigi að berjast. Hallr
gekk þá í lið með þeim ok vildi skilja þá«. — Tveir af helztu
mönnum í liði Flosa, Hólmsteinn Spak-Bersason frá Bersastöðum og
Þórkell Geitisson frá Krossavík, »hrukku undan* þar sem Þórgeirr
skorargeirr sótti að þeim, og er lið Flosa flýði suður með öxará að
vestanverðu, varð Sölva matsuðumanni að orði: »Hvárt munu þessir
allir ragir Austfirðingarnir, er hér flýja? — ok jafnvel rennr hann
Þórkell Geitisson, ok er allmjök logit frá honum, er margir segja
hann hug einn, en nú rennr engi harðara en hann*. Ekki getur
söguritari þess, að þeir Hólmsteinn og Þórkell hafi felt eða vegið
neinn í bardaganum.
Annan dag eftir bardagann gengu menn til lögbergs, segir sag-
an. Hallr af Síðu mælti þá fyrir sáttum, en þeir Kári og Þórgeirr
vildu fyrir sitt leyti hvorugur sættast. Söguritari segir að Skapti