Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1920, Side 15

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1920, Side 15
15 syðsta er að 1. 3'/a m., hið næsta 3, hið næst, nyrzta 3l/a og hið nyrzta 2 hér um bil, en stærri munu þau þó hafa verið í fyrstu, því að suðurgaflinn og milliveggirnir hafa flazt út og sýnast nú breiðari en þeir hafa verið meðan þeir stóðu uppi. Milliveggurinn milli norðurherbergjanna er mjög óljós; hafi hann verið, sýnast helzt hata verið dyr á honum milli herbergjanna við austurvegginn. Dyr virðast hafa verið á norðurgafli miðjum óg á vesturvegg sínar á hvoru suðurherbergjanna nyrzt, en ekki á milliveggjunum. Þar á móti sýnast kunna hafa verið dyr á austurveggnum, syðst á næst- nyrzta herberginu. Frá þeim og fyllilega jafnlangt norður og þessi aðalbygging er hér við austurvegginn nyrzt sérstök, en áföst, tóft, 6Va m- ^ð 1. og 4*/a að br. Eru dyr á norðurgafli hennar, nær því vestast við vesturvegginn. Mjög er bæjartóft þessi hlaupin i þúfur að norðanverðu. Litlu sunnar eru 2 smátóftir sérstakar. Allmiklu norðvestar, Jbeint norður frá bænum, sem nú er, eru fornar tóftir utanvert við hinn forna túngarð, þétt við hann. Snúa þær einnig frá norðri til suðurs. Þær eru 4 saman, hver við ann- arar hlið, sbr. 2. m. Hin austasta er lengst, um IS'/a m.; en þver- veggur í henni litlu sunnar en um hana miðja, og virðast hafa verið mjóar dyr á honum miðjum. Hann er um 1 m. að þykt og álíka þykkir eru hinir veggirnir einnig, nema norðurgaflinn, sem er nokkru þykkari. Út frá honum gengur garðurinn austur og vestur. Breidd- in á þessari tóft er um 4 m. Næsta tóft við, sem er nokkru ógreinilegri, nær ekki lengra suður en á móts við þvervegginn í hinni austustu; hún er ámuna breið, og þó máske heldur breiðari. Ekki hafa verið dyr á milli

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.