Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1920, Page 16

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1920, Page 16
'A 16 neinna tóftanna, en í suðurgafli á hverri þeirri. — Næstvestasta tóftin nær jafnlangt hinni eystri miðtóptinni suður, er um 7 m. að 1., en norðurgafl hennar er innan við garðinn. Hún er um 4 m. að br. að báðum hliðveggjum meðtöldum, en svo er að sjá sem eystri miðtóftin hafl ekki haft neinn sérstakan hliðvegg að vestanverðu heldur hafi verið notaður eystri hliðveggur vestari miðtóftar svo sem vesturhliðveggur hinnar eystri. — Loks er 4. tóftin, hin vestasta, smákofatóft, sennilega hrútakofa, helmingi styttri og helmingi mjórri en hin síðasta og hefir sameiginlegan hliðvegg með henni. Tóftirnar er sýnilega eftir fjárhús, en virðast orðnar mjög gamlar. Litlu vestar, fyrir innan garð, er mjög litil kofatóft einstök í túninu. Norður trá túninu eru móar og mýrarsund, en þar fyrir norðan aftur móar og börð og smámelar á milli; síðan dregur aftur í mýri, er hallar ofan að sjónum. A dálítilli hæð í móabörðunum er afar fornleg, hringmynduð bygging, hlaðin mest úr grjóti. Gæti þetta, ef til vill verið forn haugur uppblásinn og samansiginn í miðju, svo að mest ber á hleðslunni utanmeð. Þverm. er hér um bil 71/* m. Suðvestanundir Svelgsárborg svonefndri eru fornar bæjarrústir og vottar þar einnig fyrir túngarði. Tóftir þessar eru mjög fornleg- ar og uppblásnar nú; verður mjög vart við grjóthleðslu. Guðbrand- ur bóndi gróf ofaní eina tóftina og kom þar brátt ofan á hellulagt gólf. — Ekkert nafn er nú á fornbýli þessu. Austan undir Drápuhlíðarfialli eru rústir forns eyðibýlis, er nefnist Brennistaðir. Sér þar þó lítið fyrir bæjartóftum; hafa þær verið bygðar mestmegnis úr torfi. Fornleifar á Valshamri. 22. VII. 1911. í vor, er leið, var bóndinn á Valshamri, Jón Jónsson, að slétta í túninu skamt frá tröðinni, austanmegin. Var þar hóll í túninu og á honum 2 tóftir vallgrónar, sem bóndinn sléttaði út. Kom hann þar þá niður á rauðablástursleifar allmiklar, mikið af rauðagjalli, og vott um hálfbræddan rauða og gjall; 2 stór gjallstykki hafði hann til sýnis og sannindamerkis. Nokkru austar í túninu, niðurundan austustu fjárhúsunum, var stórgert þýfi og var í því aflöng gjóta og svo sem dyr, en laut út úr, niður (suður) að læknum, er rennur þar fyrir neðan. Voru munn-

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.