Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1920, Qupperneq 18

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1920, Qupperneq 18
Nýfundinn rúnasteinn. Nú eru kunnir um 40—50 íslenzkir rúnasteinar, legsteinar í eða úr kirkjugörðum hér á landi með áletrun að miklu eða öllu leyti með rúnum frá 13.—17. öld. Þeir eru hjer allra legsteina elztir og þykja að því leyti þeirra merkastir. Flestir munu þeir nú komnir af leiðum þeirra er þeir voru í upphafi lagðir yflr og sumir hafa endur fyrir löngu verið færðir úr kirkjugörðunum og notaðir til húsbygginga. Fer nú bezt á að halda öllum þessum fornu minn- ingarmörkum til Þjóðminjasafnsins, þar sem einnig nokkrir þessara rúnasteina eru saman komnir. I ritgerð sinni um fornminjar íslands (Islands fortidslævninger, Árb. f. n. Oldkh. og Hist. 1882) skýrði dr. Kr. Kálund frá öllum ís- lenzkum rúnasteinum, sem honum var þá kunnugt um, 30—40. Hann gat þar um að í kirkjugarðinum í Stórholti í FJjótum ætti að vera rúnasteinn, en máður mjög og ólæsilegur að sögn. Hið sama hafði hann áður tekið fram í sögustaðalýsingu sinni (Bidrag til en hist.-topogr. Beskriv. af Island, II. 88). Eðvald Möller, verzlunarstjóri á Haganesvík, hafði einhvers stað- ar séð getið um þennan rúnastein í Stórholti og kveðst oft hafa verið að skygnast um eftir honum er hann fór þar um. Hinn 27. júní í hitt ið fyrra sumar sendi hann þjóðminjaverði símskeyti um að hann hefði fundið í Stórholts-kirkjugarði annan rúnastein jarð- sokkinn, með miklu rúnaletri, auk hins máða, og bað sér símað til, ef hann ætti að senda teikningu af rúnunum. Þá var eg erlendis, en Pálmi yfirkennari Pálsson gegndi fyrir mig og óskaði að fá sem fyrst nákvæma lýsingu steinanna og teikningar. Hinn 1. júlí reið Eðvald fram að Stórholti og dró upp rúnirnar svo vel sem honum var unt og lýsti steinunum og sendi teikningar sínar og lýsingar með greinilegri skýrslu næsta dag. Pálmi bað hann láta taka upp steinana og færa inn í hús fyrir vetur svo að flytja mætti þá til Haganesvíkur á ís um veturinn og koma þeim síðan hingað til safns ins, ef þess yrði óskað. Hinn 6. marz í fyrra skrifaði Eðvald Pálma heitnum að Gruðmundur bóndi í Stórholti hefði tekið upp steinana og

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.