Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1920, Page 21

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1920, Page 21
21 er ; kann það að vera gert síðar af rælni, fremur en að hér hafi átt að gera krossmark. Að lokum skulu hér þakkir vottaðar þeim Kvöldúlfsfélögum fyrir flutning steinsins til safnsins og hr. Eðvald Möller fyrir alla fyrirhöfn hans. 5/, 1920. Matthias Þórðarson. Nafnið Eyjafjörður. Svo segir í Landnámabók Sturlu lögmanns Þórðarsonar, að þeir Helgi magri hafi búið hér fyrsta veturinn á Hámundarstöðum. »Um vorit gekk Helgi upp á Sólarfjöll (— fja.ll, Hauksbók, nú Hámundar- staðafjall). Þá sá hann at svartara var miklu at sjá inn til fjarðar- ins, er þeir kölluðu Eyjafjörð af eyjum þeim er þar lágu úti fyrir«. I Landnb Hauks lögmanns vantar þessa síðustu setningu1) — Ekki virðist hér geta verið átt við Flatey á Skjálfanda, né Grímsey, sem liggur um 6 mílur undan landi. Eina eyin, sem »lá þar úti fyrir«, er Hrísey; hún er einmitt nefnd í þessari frásögn og hún hefir verið greinileg og einkennandi fyrir fjörðinn í augum Helga, er hann gekk upp á fjallið og leit yfir fjörðinn. Hrisey er og eina eyin í firðin- um.2) Við þessa ey ætla eg að fjörðurinn hati i fyrstu verið kend- ur og nefndur Eyjarfjörðr, en nafnið breyzt tiltölulega snemma,* * * * 8) á sama hátt og t. d. nafnið Eeykjarvík. 10. XI 1920. M. Þ. ‘) Er hún þvi, má ske, yngri viðbót. Sjá þó skýringa Finns próf. Jónssonar í Landnb. I—III, bls. XXI. 2) Eyjar eða fitjahólmar fyrir fjarðarbotninnm geta ekki komið til greina í þessn sambandi- Sbr. þó ísl. beskr. Kr. Kál. II 101 og jafnframt 423. 8) I Islendingabók Ara prests er ritað *Ayiafjorþr«.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.