Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1920, Blaðsíða 38

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1920, Blaðsíða 38
38 í Kaupmannahöfn. St. 62 x 94 sm. Umgjörð úr mahogní, gylt inst, br. 7,5 sm. 38. Millilandanefndin 1907. Ljósmynd eftir Peter Elfelt. St. 50 x 60 sm. Umgjörð brún, br. 7 sm. Þessar 4 ljósmyndir, 35—38, munu vera eign Alþingis, en þá faldar til geymslu með Listasafninu af forsetum Al- þingis 1915. Matthías Þórðarsun. Skýrslurnar um árlegar viðbætur við Þjóðminjasafnið. Meðan Jón Jacobson landsbókavörður var forngripavörður lét hann birta í þessu ársriti yfirlit yfir árlega viðbót við Forngripa- safnið. Eftir að fornminjavörður tók við umsjón safnsins hefir skýrsla um ársviðbót Þjóðminjasafnsins komið út í þessu sama riti; gat Forn- leifafélagið jafnan birt hverja ársskýrslu í heilu lagi, þangað til 1916. Þá átti ársskýrslan fyrir árið 1915 að koma og var afhent formanni félagsins öll til prentunar. En sú hefur raunin á orðið, að sökum hins sívaxandi útgáfukostnaðar og féleysis félagsins hefir það ekki séð sér fært að gefa skýrsluna fyrir þetta eina ár út öðruvísi en að skifta henni niður í 5 síðustu árbækurnar, þareð hún var svo löng, 82 bls. Nú er henni loks lokið. Þess vegna hefur vitanlega engin skýrsla fyrir árin 1916—19 verið prentuð og getur félagið að sjálf- sögðu ekki farið að byrja á því nú, að fara að gefa út þær skýrsl- ur, nema það þá fá sérstakan styrk til þess. Það kynni að vera því mögulegt að gefa út stutt yfirlit, eins og þau er áður var getið, en þar eð hæpið virðist, að svo ófullkomnar skrár og lýsingalausar komi að nokkrum notum, er að svo stöddu óráðið, hvort félaginu þykir birting þeirra svara kostnaði. M. Þ.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.