Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Blaðsíða 59

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Blaðsíða 59
59 menn að hafa byrjað á þessari hellagerð í fyrstu. Þrælahald var nokkurt í fyrstu í fornöld, en jafnan húskarlar fleiri eða færri á bæj- um og sums staðar vinnukraftur allmikill og ódýr. Á vetrum hefur þá, og venjulega fram á síðustu aldir, verið lítið um vinnu viðast hvar, sjór lítið stundaður og jarðrækt og húsabyggingar nær ekkert. Hellagerð var þá hentug vetrarvinna, óháð frosti og veðuráttufari. Kvikfjárræktin var aðalatvinnuvegurinn og nauðsyn krafði, að gerð væru hús að minnsta kosti fyrir lambær og lömb, kýr og kálfa, og hey handa þeim. Það var erfitt verk, að gera góð hús á venjulegan hátt, ofanjarðar úr torfi, grjóíi og viði, og þó nóg væri af torfi og grjóti, þá var það ekki laust fyrir, né á þeim stað, er byggt skyldi, og því síður viður; þótt hann kynni að fást í fjörunni, var það ekki litlum erfiðleikum bundið, né heldur kostnaðarlaust fyrir flesta, að færa sér það rekatimbur í nyt og flytja heim til húsa. Alkunnugt var, að venjuleg peningshús entust illa, þrátt fyrir allan kostnað og erfiðismuni við að gera þau. — Menn voru hér margir verklagnir og sumir mjög hagir. Hellagröftur var fremur einfalt verk og hafa menn ekki þurft langa tíma til að komast upp á lagið með hann; þeir menn, sem byggt hafa þetta land allt frá landnámstíð, voru á hærra menningarstigi en svo í öllum greinum, að hellagröftur í mó- berg eða þursaberg væri þeim ofvaxið verkefni að fást við. Hér við bætist svo það, að Sveinn Pálsson, Gunnlögur Oddsson, Kr. Kálund o. fl. tala svo um þessa hellagerð á 18. og 19. öld sem hún sé al- mennt stunduð; um einn eða tvo af þessum hellum, að minnsta kosti, vita menn enn, hver gerði (á Syðri-Rauðalæk); og fám árum áður en Brynjúlfur ritar grein sína, og enn nokkrum árum síðar, eru gerðir ágætir og stórir hellar á Syðri-Rauðalæk, í Þjóðólfshaga og í Árbæ. Nauðsynin var te hin sama og allar ástæður. Mönnum þóttu hell- arnir hentug hús og varanleg, gátu unnið að þeim í næði og tóm- stundum að vetrarlagi. Af sömu ástæðum tóku menn aftur upp, hreinsuðu og endurbættu gamla hella, sem lagzt hafði niður, ein- hverra orsaka vegna, að nota. Og þetta hafa menn verið að gera allt fram á síðustu tíma, þótt næga og arðsama vetrarvinnu væri unnt að fá við sjávarútveg, og þótt allir aðdrættir væru miklu hæg- ari víða, en þeir voru fyr á tímum. — Enn er þess að geta, að mjög fáir hellar eru þannig gerðir, að þeir hafi verið hentugir til íbúðar fyrir menn. Hvergi hefur heldur orðið vart við neitt það í þeim, sem benti á að þeir væru gerðir af Pöpum eða írskum mönnum, hvorki letur, myndir, hlutir eða annað. Og ekki verður heldur bent á neina slíka hella eða fyrirmyndir fyrir slíkum hellum í heimkynnum þeirra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.