Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Blaðsíða 58

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Blaðsíða 58
58 G. E. síðast i línu, en allur íremri hluti línunnar er af máður«. segir hann, og virðist það vera svo að skilja, að þessir tveir stafir séu í í hellinum með þeirri gerð, sem er á þeim í ogham-stafrofi, því að hann bætir við: »Þessa ogham-stafi hafa engir getað ritað í bergið, nema hinir írsku einsetumenn, sem hér dvöldu löngu áður en land- námsmennirnir nórsku slógu eign sinni á ísland«. í síðari kafla grein- ar sinnar skýrir Einar Benediktsson dálítið frá helli í Hell(n)atúni, öðrum hjá bænum Árbæjarhelli, og frá hellinum á Geldingalæk, og enn fremur frá áletrunum í helli á Hellum á landi. í hinum fyrsta kvaðst hann »þykjast hafa fundið rómverskt letur frá 4. öld eftir Krist«; er það og svo, að þetta getur varla heitið ennað en að þykj- ast hafa fundið það, eftir því sem hann segir frá: »Á einum stað stendur skýrt höggvið S. I. G.1). IV, sem getur verið skammstafað: Seculo Jesu Generationis Quarto«. — Þetta eru nú raunar upphafs- stafir frá 17.—18. öld. — Á Hellum segir hann vera afar fornt letur, er hann hyggur »hljóti að vera leifar af ogham-stöfum, mjög máð- ar«. — Ábyggilegri líkur en þetta fyrir hinum mikla aldri þessara hella færir hann ekki fram. í niðurlagi greinarinnar kveðst hann þó »meta mjög mikils hinn sýnilega vitnisburð munkahellanna á Suður- landi«, — sem vitnisburð um það, að ísland sé hin forngríska Thule. — »Uppruni orðsins og aldur einsetuhellanna eru mikilvæg atrrði til sönnunar því, að hið eldra nafn íslands var Thule«, segir hann. Ástæða Brynjúlfs Jónssonar fyrir eða tilefnið til »Papa-hugmynd- ar hans virðist koma fram í þessum orðum hans í fyrstu: »Það hef- ur hlotið að vera erfitt og seinlegt verk, að úthöggva svo hart berg. Það er næstum ótrúlegt, að menn hafi lagt það erfiði á sig, nema nauðsyn bæri til. En þá nauðsyn get ég ekki hugsað mér þar, sem nóg var byggingarefni og nægur rekaviður til húsagerðar, eins og var undir Eyjafjöllum bæði á landnámstíð og eftir það. Auk þess eru hellarnir svo myndarlega og mér liggur við að segja snildarlega gjörðir, að það lýsir talsverðri kunnáttu. Þeir sem hjuggu þá út, virðast hafa verið allvel æfðir í því verki. Mér liggur við að efast um, að hellarnir séu frá íslands byggðar tíma. Mundi ekki hugsan- legt að þeir gætu verið eldri? Mér hefur dottið í hug, að þeir kunni, ef til vill, að vera eftir papa«. Það er rétt, að það hefur verið erfitt og seinlegt verk að gera suma hellana; en suma hefur verið fremur hægt að gera, þar sem smáhellir eða skúti var fyrir og bergið fremur auðunnið. Þar kunna 1) Hér er S, en ekki Q; ,'skammstöfunin S. I. S. merkir sennilega Sigurður Jónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.