Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Blaðsíða 100
100
reisnartimum Alþingis. Ekki blés nú betur en fyr. — Hugmyndin er ekki gleymd
enn og sennilega kemst hún í framkvæmd, þegar þjóðin er orðin nógu »þjóð-
leg«. — »Katólsk trúarjátning«, þ. e. Útskýring um trú katólsku kirkjunnar,
Rvík, 1865. — Magnús Eíriksson gaf út þetta sama ár rit sitt, Jóhannesar guð-
spjall og lærdómur kirkjunnar um guð. Þeim lenti síðan saman í ritdeilum,
katólsku prestunum og Magnúsi. — Einar í Nesi, Ásmundsson, er siðar samdi
verðlaunaritgerðina »Um framfarir íslands*, sem Bókmenntafélagið gaf út
(1871). — »Grími«, amtmanni Jónssyni. — »Á Örlygsstöðum«, i hinum alkunna
bardaga 1238, þar sem þeir féllu feðgarnír, Sighvatur Sturluson og synir hans
fjórir. — Bls. 98. »Þórhildar- eða Háu-Þóru-leikurinn«; um þá leiki sjá »ísl.
vikivakar og vikivakakvæði, Kh. 1894, bls. 97 o. s. frv. og bls. 137 o. s. frv. —
Þóruljóð eru í »ísl. þulur og þjóðkvæði«, Kh. 1898, bls. 92—94, og Kötludraumur
er s. st., bls. 4—29. — í greinargerð sinni um Háu-Þóru-leik vitnar höf., Ólafur
Daviðsson, í bréf frá Sig. Guðm. til Jóns Sig. 1864; hefur það verið annað bréf
en þetta og er nú óvíst, hvar það er komið niður.
• í skýringum við 9. bréf í Árb. 1929, bls. 103, stendur af vangá Páli bókb.
Sveinssyni fyrir Páli stúdent Pálssyni.
Matthicis Þórðarson.