Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Blaðsíða 45
45
hálf-fullur af heyi. Þar kvað vera pallur niður við gólfið og er sá
kallaður tröllabælið. Er sagt að maður einn hafi búið í helli þessum
í fyrndinni. — Ca. 1 m. frá þverveggnum innst er berghald í veggn-
um hvoru megin og er nú brotið út úr báðum. Letrað er þar sitt
hvað á vesturvegginn, sem nú sést fyrir _ ,
olan heyið: I»MS S«M
virðist það fornlegt letur; IPS, upphafsstafir manns, er hér var;
TÓMAS MAGNÚSSON — F 1848. D 1915; M.B. o. fl. o. fl. — Lengd
austurveggjarins er 8 m., hlaðna gafisins 4'U m. (ofan á heyinu) og
vesturveggjarins 8 m. í skotið, og úr því aftur aðrir 8 m. í boga fram
að opinu. Sbr. 42. Hæðin er nú 3 m. í miðju upp frá heyinu, þar
sem það er lægst, en mun vera þar hátt á annan m. — Dæld nokkur
er úti fyrir norðuropinu og hefur hellirinn líklega hrunið þar. Er
nú lautardrag austur úr henni. Slík lautardrög munu vera gerð á
þessum hellum, eða út-frá opunum á þeim, til þess að ekki renni
vatn t, d. í leysingum, inn í þá.
Hinir hellarnir 2 eru í gerði eða nátthaga, fyrir austan túnið. Er
annar fjárhellir, mikill og gamall, en hinn er heyhellir, gerður inn-af
honum nýlega. Er við fjárhellinn 5 m. langur forskáli, um 1 m. að
vidd, og 11 þrep í. Á vinstri hönd er útvikkun fremst, og þar fyr-
ir innan er jata við vegginn; en á hægri hönd er garði og hins veg-
ar við hann er afar-mikið útskot alla leið, iíklega yngra; er það
lægra og ekki manngengt, en vinstra-megin garðans er lagleg hvelf-
ing og vei manngengt. Lengd er 9 m., og breidd alls um 6 'lz m.
Fyrirhleðsla mun vera yzt í útskotinu. Uppi yfir garðanum innst er
kringlótt op, ca. 3/4 m. að vídd, og annað yfir útskotinu þar austur
af, innst. — í heyhellinn verður nú ekki vel komizt fyrir heyi. Hann
er norður-af fjárhellinum og er opinn í norðurendann, svo að Iáta má
inn heyið þar, utan garðsins. Er þar forskáli lágur og dæld og ræsir
norður-af.
Rétt fyrir vestan nátthagann, sunnan við götuna til bæjar, er
hellispartur, hvelfing, er skríða má undir, ca. 3 m., en framhald er
allt niðurhrunið, svo sem lægð austur-af virðist benda til.
Gegnishólaparts-hellir. í Gegnishólaparti er einn hellir fyrir
norðan bæinn, í túninu. Hann er notaður fyrir jarðepli. Við hann
er nú enginn forskáli og þrep engin niður að ganga, heldur er moldar-
brekka niður frá opinu og niður á gólf. Opið er ferhyrnt, um
€0 X 80 cm. að stærð, á ská og fjalir yfir. Hellirinn er 9 m. að lengd
frá opi þessu og inn að botni og um 6 m. að vídd niðri um miðju.
Grófir 2 fyrir jarðeplin eru í gólfið. — Að vestan-verðu er hleðsla