Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Blaðsíða 61

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Blaðsíða 61
61 hellar báðir eru svo miklu eldri en Paparnir, að þeir koma þessu máli í rauninni ekkert við. — Hitt mætti heldur benda á, að stromp- arnir á manngerðu hellunum hér eru hlaðnir innan á sama hátt og fornírsku klokkánin eða klukkumynduðu steinbyrgin, sem einsetu- menn og munkar gerðu sér og minnzt var á áðan. Það getur verið, að forfeður vorir hafi Iært það byggingarlag af Forn-írum, en óvíst mun það þó, og því síður verður það byggingarlag á strompunum tekið sem nokkur sönnun fyrir því, að þeir séu, og þar með hell- arnir sjálfir, gerðir af forn-írskum mönnum fyrir landnámstíð; það aftur því síður, þar sem hér voru um og eftir þær mundir norrænir menn, sem dvalizt höfðu á írlandi og jafnframt írskir menn eða af írskum ættum. Þær ástæður, sem Brynjúlfur færði fram í Árb. 1905 fyrir því, að hellarnir væru eftir Papa, eru þessar, svo sem bent var til áður: Úthöggvin (dýrlings)-mynd í Þorleifsstaðahelli og örnefnin írahvamm- ur og íraheiði »skamt fyrir neðan« og »nokkurn spöl fyrir ofan« Efra-Hvols-hellana. Úthöggvin (dýrlings-)mynd í Þorleifsstaðahelli væri nú í sjálfu sér engin sönnun fyrir, að hann væri frá tíð Papa hér, því að svo mikið var um myndagerð og dýrlingamyndir síðar á öldum, allt fram á miðja 16. öld; en þetta mál tekur engu tali, því að eins og áður er sagt, er hér ekki um neina (dýrlings-)mynd að ræða. En um örnefnin er það að segja, að hér á landi eru allvíða slík örnefni, t. d. bæirnir írafell í Kjós og annað i Skagafirði, og íra- gerði við Stokkseyri, og fleiri staðir kenndir við íra eða nefndir írskir. íragerði er hjá Skálholti og annað man ég var í túninu á Fiskilæk; írska-leið er á Breiðafirði, úr Breiða-sundi inn á Hvamms- fjörð, og írsku-búðir eru þar sunnan-við Hvammsfjörð, innst. Fæst af þessum örnefnum eru með vissu kennd við írska menn fyrir land- námstíð eða Papa. Það má þó með vissu ætla um írska-hól í Pap(a)ey, og um ír(a)á undir Eyjafjöllum er beinlínis sagt í Land- námabók, að því heiti hún svo, að þeir Ásólfur Konálsson og menn hans, sem byggðu sér skála við ána, voru írskir. En Ásólfur var dóttursonur landnámsmanns og var þetta seint á landnámstíð en ekki fyrir. Eins og áður er tekið fram, komu hér svo margir írskir eða hálfírskir menn um og eftir landnámsöld, að meiri líkur verða jafnan fyrir því að flest örnefni, sem kennd eru við írska menn hér á landi, séu frá því eftir landnámstíð, en að þau séu kennd við írska menn, er hér hafi verið fyrir hana, og sum eru vissulega mikið yngri. En þótt sú sögn kunni að vera sönn, að írahvammur heiti svo af því, »að þar hafi verið dysjaðir írskir menn, sem fornmenn hafi <drepið«, þá er vitanlega engin vissa fyrir því, að þeir írar hafi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.