Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Blaðsíða 8
8
Árið 1905, þegar síðasta grein Brynjúlfs Jónssonar um hella kom
út í árbókinni fyrir það ár, ritaði Einar Benediktsson skáld, sem þá
var sýslumaður í Rangárþingi, grein í Fjallkonuna (6. og 13. okt.)
um nokkra af hinum manngerðu hellum í sýslunni. Þeir Brynjúlfur
og Einar létu i ljós svipaðar hugmyndir um aldur og uppruna þess-
ara manngerðu hella, en mjög voru skoðanir þeirra frábrugðnar áliti
hinna eldri, þriggja höfunda, Sveins, Gunnlögs og Kálunds.
Verður nú skýrt frá athugunum mínum á hverjum helli fyrir sig
2. Inngangur i Vatnsdals-helli.
og síðan rætt nokkuð um þær skýrslur og hugmyndir, sem allir þessir
menn hafa látið í ljós um hina manngerðu hella yfirleitt eða nokkra
þeirra, og jafnframt tekið frain það sem sennilegast virðist.
Vatnsdals-hellir. í Vatnsdal er nú einn hellir inn-undir Fiská,
sbr. Árbók 1905, bls. 53—54 og uppdr. herforingjaráðsins. Hann er
með gömlum, þröngum forskála, sem er fremst um 50 cm. að vídd
og 90 cm. að hæð. Lengd austurkampsins er 70 cm., en vesturkamp-
urinn er 4'/a m. að lengd. Mun forskálinn áður hafa verið miklu víð-
ari og síðar verið mjókkaður að vestanverðu. Lengdin er inn að
botni 18,30 m. í eystri hellinum frá forskáladyrum, en í vestari hell-
inum frá sama punkti 19,20 m. — Fremst hefur vestari hellirinn,