Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Qupperneq 4

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Qupperneq 4
8 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS af vefnaði, pyngju eða öðru sem silfrið hefði legið í. Við rannsókn í Þjóðminjasafninu virtust þær ekki vera af vefnaði heldur eins konar hyrni, sem glöggt kom í ljós er smáögn var brennt við prófun. Lágu trefjar efnisins allar eins en ekki þversum hver á aðra eins og verið hefði, ef hér hefði verið um vefnað að ræða. Má geta sér þess til, að tægjurnar séu af hvalskíði og hafi sjóðurinn verið í öskjum úr því efni. Engin merki fundust þó um neins konar lás eða hjarir af slíkum öskjum, enda má ætla að lokið hafi gengið upp á öskj- urnar, en skíðisöskjur munu vart þekktar úr fornleifafundum. Fundarstaðurinn var skafinn vandlega niður í óhreyfða jörð. Öll moldin var sigtuð og fundust þarna á sama bletti sjö silfurbrot í viðbót, öll smá, en eitt brot hafði heimilisfólkið fundið þá um morguninn. Þá var sigtuð mold úr tveimur haugum, sem mokað hafði verið upp af þessum stað, en ekkert frekara fannst, þrátt fyrir að grannt væri leitað. Mun líklegast að grafan hafi ekki hreyft við sjálfum sjóðnum, heldur farið alveg niður að honum og síðan hafi moldin fokið ofan af þegar hún þornaði og silfrið þá fyrst komið í ljós. Alls fundust þarna 44 silfurhlutir, stórir og smáir, silfurteinar, ætlaðir til að höggva niður til greiðslu eða smíðaefni, og skartgripir eða hlutar af þeim, armbaugar og hálshringar. Sumir baugarnir voru brotnir eða höggnir í sundur og í fyrrgreindri tölu er hvert brot talið. Þó eru grannur, snúinn silfurhringur og armbaugur, sem hann er þræddur á, taldir saman. Athygli vakti að silfrið var fagurt, nær því gljáandi. Er það næsta óvænt, en ekkert af silfrinu var fægt við fundinn, heldur aðeins skolað úr vatni. Einu áverkarnir, sem silfrið hlaut við fundinn, eru þeir að endi af einum hálshring- anna hrökk óvart af eftir að hann var tekinn upp. Allir stærri hlutirnir, hálshringarnir og armbaugarnir, eru beygðir saman og jafnvel meira og minna brotnir. Virðist augljóst að það hafi verið gert til að koma sjóðnum betur fyrir í pússi eða pyngju, eða í öskjum þeim sem líkur benda til að sjóðurinn hafi verið geymdur í. Greinilegt er því, að skartgripirnir hafa ekki lengur verið bornir til skrauts er silfrið var grafið í jörðu. Ljóst er af framansögðu að umbúnaður um sjóðinn hefur næsta lítill verið utan umbúðirnar, hvorki raðað steinum umhverfis í jörðinni né neitt annað sem kalla mátti umbúnað. Enda mun óvíða svo farið um slíka sjóði sem þannig finnast. Virðist svo sem reynt hafi verið að láta sem minnst á felustað þeirra bera, en menn hafa getað miðað staðinn niður og þekkt hann þannig. Silfursjóður þessi er hinn fjórði sem vitað er að fundist hafi á íslandi með fornu silfri og langstærstur þeirra allra. Hann vegur 653,5 g alls, en aðrir eru sem hér segir: Silfursjóður úr fornum rústum hjá Sandmúla í Króksdal upp af Bárðardal, að mestu stangasilfur en einnig brot af skartgripum, alls 304 g að þyngd,1 annar er frá Ketu á Skaga, stangasilfur, brot af skartgripum, baugum og nælum, svo og brot af sleginni mynt, 135 g alls að þyngd,2 og sjóðurinn frá
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.