Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Síða 5

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Síða 5
SILFURSJÓÐUR I-'RÁ MIÐHÚSUM í EGILSSTADAHREPPI 9 Gaulverjabæ í Flóa, slegin mynt og þrjár óslegnar silfurþynnur, en hvorki stangasilfur né skartgripir. Síðastnefndi sjóðurinn er 495,81 g að þyngd og gengur næst þessum nýja sjóði.3 Að auki hafa fundist hér einstaka silfurpen- ingar frá víkingaöld, sem sumir hverjir hafa verið boraðir og bornir sem skart- gripir, en þeir eru ekki taldir til sjóða. Ekki fer á milli mála að þessi nýfundni silfursjóður frá Miðhúsum er hánor- rænn. Gripirnir eru allir af þekktum víkingaaldargerðum á Norðurlöndum sem oft finnast, en mestur fjöldi slíkra gripa hefur fundist á Gotlandi í Eystra- salti, þar sem þeir eru mjög algengir, enda hefur þar verið kaupmannaþjóðfé- lag um langan aldur og mikið fé í silfri verið í umferð. Þótt þessi sjóður sé óvæntur fundur hér á landi og gríðarmerk viðbót við íslenska fornleifafundi víkingaaldar, er hann á engan hátt einstæður sé litið á Norðurlöndin eða nor- ræna menningarsvæðið á víkingaöld. Það sýnir, ásamt fjölmörgu öðru, hve hánorrænar menningarminjar víkingaaldar á íslandi yfirleitt eru, og þarf það að vísu engum að koma á óvart. Skal nú gerð grein fyrir hverjum hlut úr sjóðnum sérstaklega og eru sam- stæðir hlutir taldir saman. Allir veigameiri hlutir þekkjast á 3. og 4. mynd. 1. Hálshringur, snúinn saman úr þremur þáttum sem eru gildastir um miðj- una en til endanna sameinast þeir í eitt stykki með krókum, sem eru afturbeygðir, og er það dæmigert víkingaaldareinkenni. Hafa endar krækst saman. Ekkert skrautverk er á hringnum, en hann er algerlega heill og hefur þó verið beygður saman í miðju og endar lagðir saman einnig. Baugur þessi er langstærsti gripurinn í sjóðnum, 138,46 g að þyngd og mesta stærð hans er nú 14,1 sm. Lengdin virðist hafa verið sem næst 39,1 sm. (5. mynd). 2. Hálshringur, úr tveimur snúrum, sem hvor um sig er undin saman úr tveimur þáttum, gildustum um miðju. Til endanna hafa þær komið saman í eins konar spaða, annar er brotinn en hinn vantar. Á enda spaðans er krókur og hefur svo verið á hinum einnig, eða þá auga sem krókurinn hefur gripið í. — Baugurinn vegur nú 82,01 g, en lengdin hefur verið alls um 37,7 sm. Mesta stærð er nú 12,3 sm. 3. Hálshringur, grannur og snúinn saman úr tveimur jöfnum þáttum. Hringurinn er nú beygður saman nær því í þríhyrning og endar brotnir af en fylgja báðir, og svipar hringnum til hins síðastnefnda. Hann er þó mjórri og bláendarnir beygðir í hring. Þyngd baugsins er 34,42 g, lengdin hefur verið sem næst 39,1 sm, en mesta haf nú er 9,9 sm. 4. Armbaugur, úr sivölum teini, endarnir grannir og læstir saman í sér- kennilegum vafningi og bláendarnir síðan snúnir upp á gagnstæðan legg. Baugurinn er óskreyttur, en á honum leikur lítill hringur, snúinn saman
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.