Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Qupperneq 8
12
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
úr tvöföldum, grönnum silfurvír og hvor þáttur tvíþættur. Baugurinn er
nokkuð aflagaður en að öðru leyti heill og óskemmdur. Hann vegur
ásamt litla hringnum 35,43 g, mesta stærð 9,3 sm en ummál sem næst
24,0 sm. (6. mynd).
5. Armbaugur (?), úr ferstrendri silfurstöng, sem mjókkar til endanna og
og vafðir saman og má reyndar vera, að baugurinn hafi verið lengri í
upphafi og þá líklegast hálshringur. Baugurinn er nærfellt lagður saman
nú og vegur 38,74 g. Mesta stærð er 11,1 sm, ummál sem næst 24,5 sm.
6. Armbaugur (?), úr ferstrendri silfurstöng, sem mjókkar til endanna og
eru þeir afklipptir. Endar baugsins eru beygðir að miðjunni. Má vera að
þetta sé í rauninni silfurstöng, þótt eins líklegt sé að hér sé um armbaug
að ræða. Þyngdin er 46,64 g og mesta stærð 9,5 sm. Ummálið er sem
næst 24,3 sm.
7. Brot af armbaug, að líkindum, aðeins 3,0 sm langt, mjórra í annan end-
ann og skreytt með hjartalaga stimplum, sem hver um sig er með þremur
doppum. Þyngd brotsins er 2,05 g.
8. Stöng, nærri sívöl og virðist heil og endarnir breikka út í eins konar
spaða. Stöngin er lögð saman á tveimur stöðum en er að lengd sem næst
39,2 sm. Hún vegur 75,89 g, mesta stærð er 14,4 sm.
9. Stöng, sívöl og vafin saman líkt og nr. 5 en virðist helst vera ætluð sem
greiðslusilfur. Á tveimur stöðum vottar fyrir skrauti, punktum og
smáum hringum, og má í rauninni vera að hér sé um armbaug að ræða.
Lengdin er alls 23,3 sm og þyngd 48,85 g, mesta stærð 9,5 sm.
10. Stöng, sívöl að mestu en ferstrendur hnúður með ávölum hornum á
öðrum enda og eru tvær gagnstæðar holur inn í hnúðinn. Hinn endi
stangarinnar er sleginn flatur og höggvið afhonum. Lengdiner8,l sm og
þyngdin 15,19 g.
11. Stöng, sívöl og nokkuð bogin, endar brotnir. Lengd 8,9 sm, þyngd 20,85
g-
12. Stöng, lík hinni fyrri en ívið grennri, endar brotnir. Lengd 7,5 sm, þyngd
15,52 g.
13. Stöng, áttstrend og nokkuð bogin en strendingarnir misstórir,
grennri í annan endann sem virðist heill, en hinn er brotinn. Lengd 7,3
sm, þyngd 12,63 g.
14. Stöng með flötum, annar endi heill og ávalur, hinn brotinn. Lengd 7,3
sm, þyngd 11,38 sm.
15. Stöng, flatslegin og breiðari í annan endann, sem er brotinn, hinn höggv-
inn. Nokkuð bogin. Lengd 4,0 sm, þyngd 10,15 g.
16. Stöng, grönn og sívöl en mjókkar til endanna, ibogin. Haf milli enda 6,0
sm, þyngd 5,73 g.