Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Page 11

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Page 11
15 SILFURSJÓÐUR FRÁ MIÐHÚSUM í EGILSSTAÐAHREPPI 30. Stöng, annar endi ávalur og upphaflegur, hinn höggvinn. Lengd 1,5 sm, þyngd 2,95 g. 31. Stöng, smábútur, lengd 1,4 sm, þyngd 3,40 g. 32. Stöng, smábútur, lengd 0,9 sm, þyngd 3,11 g. 33. Stöng, sívalur bútur, endar höggnir, lengd 2,0 sm, þyngd 1,61 g. 34. Stöng, svipaður bútur hinum síðastnefnda, endar höggnir. Lengd 1,1 sm, þyngd 0,95 g. 35. Stöng, ferstrend, mjórri í annan endann sem er upphaflegur, hinn höggvinn. Lengd 2,4 sm, þyngd 0,92 g. 36. Stöng, nær sívöl, annar endi sleginn flatur og brotinn, hinn höggvinn. Lengd 2,2 sm, þyngd 1,10 g. 37. Þynna, bútur, sem gæti verið brotinn úr baugi. Lengd 1,5 sm, þyngd 1,16 g. 38. Bútur af ferstrendri, flatri stöng, gæti verið af baugi. Annar endi höggv- inn, hinn virðist brotinn. Lengd 1,4 sm, þyngd 1,15 g. 39. Bútur af ferstrendri stöng, gæti verið af baugi. Endar höggnir. Lengd 0,9 sm, þyngd 1,02 g. 40. Bútur af flatri stöng, gæti verið af baugi. Annar endi höggvinn, hinn brotinn. Lengd 0,8 sm, þyngd 1,28 g. 41. Bútur af flatri stöng, annar endi brotinn, hinn höggvinn. Lengd 1,0 sm, þyngd 0,60 g. Eins og sést af þessari skrá er hér greinilega um að ræða silfur sem ætlað hef- ur verið til að greiða með, gangsilfur. Bæði er, að margir silfurhlutirnir eru ómótaðir, sívalar og ferstrendar stengur af ýmsum gildleika og lengdum, og skartgripir, aflagaðir og margir hverjir bútaðir niður og brotnir. Hafa gripirnir því ekki lengur verið bornir til skrauts á þeim tíma er sjóðurinn var grafinn í jörðu, enda liggur nærri í augum uppi, þegar litið er til þess gífurlega fjölda silfur- og gullskartgripa, sem finnast í slíkum sjóðum frá víkingaöld á Norð- urlöndum, að menn hafa öðrum þræði litið á skartgripi úr góðmálmum sem geymslu á fjármunum, fjárfestingu, einfalda leið til að geyma verðmæti og hafa þau jafnframt til skarts þangað til grípa þurfti til þeirra. Þá voru þau til- tæk þegar þörf var greiðslu, en það er í rauninni einkennilegt þegar litið er til þess, hve gríðarlega vinnu smiðir hafa lagt 1 gerð margra þessara gripa og hve framúrskarandi vel þeir eru gerðir.4 Gunnar Hjaltason gullsmiður hefur prófað silfurmagn nokkurra gripa í sjóðnum. Komst hann að þeirri niðurstöðu að silfrið sé um 900/1000, heldur minna silfurmagn en í Sterling-silfri, sem nú er mest notað til smíða (925/1000), og meira en í því smíðasilfri sem hvað algengast hefur verið í seinni tíð (830/1000).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.