Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Qupperneq 11
15
SILFURSJÓÐUR FRÁ MIÐHÚSUM í EGILSSTAÐAHREPPI
30. Stöng, annar endi ávalur og upphaflegur, hinn höggvinn. Lengd 1,5 sm,
þyngd 2,95 g.
31. Stöng, smábútur, lengd 1,4 sm, þyngd 3,40 g.
32. Stöng, smábútur, lengd 0,9 sm, þyngd 3,11 g.
33. Stöng, sívalur bútur, endar höggnir, lengd 2,0 sm, þyngd 1,61 g.
34. Stöng, svipaður bútur hinum síðastnefnda, endar höggnir. Lengd 1,1
sm, þyngd 0,95 g.
35. Stöng, ferstrend, mjórri í annan endann sem er upphaflegur, hinn
höggvinn. Lengd 2,4 sm, þyngd 0,92 g.
36. Stöng, nær sívöl, annar endi sleginn flatur og brotinn, hinn höggvinn.
Lengd 2,2 sm, þyngd 1,10 g.
37. Þynna, bútur, sem gæti verið brotinn úr baugi. Lengd 1,5 sm, þyngd
1,16 g.
38. Bútur af ferstrendri, flatri stöng, gæti verið af baugi. Annar endi höggv-
inn, hinn virðist brotinn. Lengd 1,4 sm, þyngd 1,15 g.
39. Bútur af ferstrendri stöng, gæti verið af baugi. Endar höggnir. Lengd 0,9
sm, þyngd 1,02 g.
40. Bútur af flatri stöng, gæti verið af baugi. Annar endi höggvinn, hinn
brotinn. Lengd 0,8 sm, þyngd 1,28 g.
41. Bútur af flatri stöng, annar endi brotinn, hinn höggvinn. Lengd 1,0 sm,
þyngd 0,60 g.
Eins og sést af þessari skrá er hér greinilega um að ræða silfur sem ætlað hef-
ur verið til að greiða með, gangsilfur. Bæði er, að margir silfurhlutirnir eru
ómótaðir, sívalar og ferstrendar stengur af ýmsum gildleika og lengdum, og
skartgripir, aflagaðir og margir hverjir bútaðir niður og brotnir. Hafa gripirnir
því ekki lengur verið bornir til skrauts á þeim tíma er sjóðurinn var grafinn í
jörðu, enda liggur nærri í augum uppi, þegar litið er til þess gífurlega fjölda
silfur- og gullskartgripa, sem finnast í slíkum sjóðum frá víkingaöld á Norð-
urlöndum, að menn hafa öðrum þræði litið á skartgripi úr góðmálmum sem
geymslu á fjármunum, fjárfestingu, einfalda leið til að geyma verðmæti og
hafa þau jafnframt til skarts þangað til grípa þurfti til þeirra. Þá voru þau til-
tæk þegar þörf var greiðslu, en það er í rauninni einkennilegt þegar litið er til
þess, hve gríðarlega vinnu smiðir hafa lagt 1 gerð margra þessara gripa og hve
framúrskarandi vel þeir eru gerðir.4
Gunnar Hjaltason gullsmiður hefur prófað silfurmagn nokkurra gripa í
sjóðnum. Komst hann að þeirri niðurstöðu að silfrið sé um 900/1000, heldur
minna silfurmagn en í Sterling-silfri, sem nú er mest notað til smíða
(925/1000), og meira en í því smíðasilfri sem hvað algengast hefur verið í
seinni tíð (830/1000).