Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Side 15
SILFURSJÓÐUR FRÁ MIÐHÚSUM í HGILSSTAÐAHREPFl
19
mönnum til að grafa silfur sitt, en hins vegar gat jörðin verið tryggasti geymslu-
staður fyrir fjárfúlgu af þessu tagi. Það gat verið mun tryggara að geyrna sjóð
í jörðu, þar sem eigandinn einn vissi urn hann, heldur en í læstum kistli heima
í skála, þar sem allir gátu um hann vitað. Hefur Sigurd Grieg bent á,12 að í
Noregi hafa menn fólgið fjármuni sína í jörðu allt fram á síðari tíma, peninga
og silfur. Stundum fór þá svo, að einn góðan veðurdag var eigandinn, sem einn
hafði vitað um felustaðinn, ekki lengur þess umkominn að vitja fjár síns,
blindur eða örkumla eða þá, sem oftast var, genginn á vit feðra sinna án þess
að hafa haft ráðrúm til að segja öðrum til fjárins, ef vilji hafði þá verið fyrir
hendi til þess. Mun þessi skýring sennileg um ýmsa sjóði af þessu tagi, sem
fundist hafa í seinni tíð, bæði hérlendis og erlendis.
Tilvitnanir og athugasemdir:
1 Þórðarson, Matthías: Merkur fornmenjafundur. Fundið fornt gangsilfur. Árhók hins
íslenzka fornleifafélags 1909, Reykjavík 1910, bls. 24-31.
2 Eldjárn, Kristján: Fundinn forn silfursjóður í Ketu á Skaga. Arbók hins íslenzkafornleifa-
félags 1953, Reykjavik 1954, bls. 87-90.
3 Eldjárn, Kristján: Gaulverjabær- fundel og nogle mindre islandske montfund fra vikinge-
tiden. Nordisk numismatisk ársskrift 1948, Kobenhavn, bls. 39-62.
4 Hér má minna á hina skemmtilegu frásögn í Heimskringlu af Eyvindi skáldaspilli, að þá er
hann hafði ort drápu um alla íslendinga launuðu þeir honum skattpeningi hver, en siðan
var smíðaður af feldardálkur. Stóð dálkurinn fimm tugi marka, en Eyvindur lét höggva
sundur dálkinn og keypti sér bú með. — Er þvi ljóst, að á ritunartima Heimskringlu hafa
menn þekkt þennan forna hátt að festa greiðslusilfur í skartgripum. (íslenzk fornrit,
XXVI, Reykjavík 1941, bls. 221-222).
5 Stenberger, Márten: Die Schatzfunde Gotlands der Wikingerzeit, 1-11, Stockholm 1958,
Lund 1947.
6 Skovmand, Roar: De danske Skattefund fra Vikingetiden og den ældste Middelalder indtil
omkring 1150. Aarbager for Nordisk Oldkyndighed og Historie, Kobenhavn 1942.
7 Grieg, Sigurd: Vikingetidens skattefund. Universitetets oldsaksamlings skrifter, bind II,
Oslo 1929, bls. 177-311.
8 Roesdahl. Else: Fyrkat. En jysk vikingeborg, II. Oldsagerne og gravpladsen. Kobenhavn
1977, mynd 28.
9 Sjá t.d. Stenberger; ofangr. rit, II, myndir nr. 110 og 119.
10 Sama rit, I, bls. 98.
•1 Sjá t.d. Skovmand; ofangr. rit, mynd nr. 20.
'2 Sjá Grieg; ofangr. rit, bls. 300-302.
SUMMARY
A silver hoard recently found in lceland
On the 31 st of August 1980 the biggest silver hoard hitherto l'ound in Iceland came to light at the
larm Miðhús, Egilsstaðahreppur, Suður-Múlasýsla. The finding place is some 50 m west of the site
°f the old farm house, where a new house is being built on a slight natural elevation in the terrain.