Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Side 21

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Side 21
KRISTJAN ELDJARN LEIRUVOGUR OG ÞERNEYJARSUND Staðfrœðileg athugun Stutt er á milli skipalægjanna gömlu og þar með kaupstefnustaðanna í Leiruvogi (eða Leiruvogum) í Mosfellssveit og við Þerneyjarsund á Kjalar- nesi. Má vera að báðir staðir hafi að nokkru verið notaðir samtímis, en hitt virðist þó ekki ósennilegt að Þerneyjarsund hafi leyst Leiruvog af hólmi, og kynni það að hafa stafað að nokkru af því að hafnarskilyrði hafi versnað í Leiruvogi vegna þess að áin bar sífellt meira og meira í hann og olli því að hann fór grynnkandi. Hitt er einnig athugandi hvort flutningur frá Leiruvogi til Þerneyjarsunds hafi orðið vegna tilkomu nýrrar skipagerðar sem aðstæður allar á síðari staðnum hentuðu betur. Athyglisvert er, eins og fram kemur hér á eftir, að Leiruvogs er nokkrum sinnum getið í fornritum en ekki í annálum og skjölum, en Þerneyjarsund er ekki nefnt í fornsögum (nema Kjalnesinga sögu) en hinsvegar nokkrum sinnum í annálum og skjölum. Þetta kynni að segja sína sögu. Annars er ekki ætlunin að fjölyrða svo mjög um þetta, heldur aðeins hyggja að því hvort sést hafi og sjáist ef til vill enn einhver merki um kaupstefnuhald á þessum tveimur stöðum, sem báða má með talsverðum rétti kalla undanfara Reykjavíkur sem miðstöðvar verslunar hér með Sundum. 1. Leiruvogur I Leiruvogi hagar þannig til, að þar er mjög mikið útfiri og koma upp mikl- ar leirur með fjöru en síðan flýtur yfir allt með flóði. í Leiruvogi hefur verið höfn að fornu og má vera að skipum þeirra tíma hafi verið fleytt eins langt upp og unnt var með flóði og þau látin standa þar að nokkru á þurru. í forn- um ritum er nokkrum sinnum vikið að Leiruvogi sem alþekktum landtökustað og skulu þau dæmi rifjuð hér upp til glöggvunar. I Landnámabókum, bæði Sturlubók og Hauksbók, segir svo: Hrollaugur fór til íslands með ráði Haralds konungs ... hann rak vestur fyrir land ... þeir tóku land vestur í Leiruvogi á Nesjum (ísl. fornrit 1,317). I Sturlubók (og hið sama í Hauksbók með lítið eitt breyttu orðalagi): Þórður fór til íslands og nam land í Lóni fyrir norðan Jökulsá milli og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.