Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Side 23

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Side 23
LEIRUVOGUR OG ÞERNEYJARSUND 27 aðeins til þess að mynda einskonar baksvið að því sem hér er eitt til umræðu, hvort menn viti til eða hafi einhverntíma vitað til einhverra minja um kaup- stað við Leiruvog. Skemmst er frá að segja að engar heimildir eru um slíkt í íslenskum stað- fræðiritum, hvorki í bók Kálunds né í neinni annarri heimild. Nefnir hann þó Leiruvog og gerir grein fyrir staðháttum þar og kostum hans sem hafnar í fornöld. Öll strandlengja við voginn er ósnortin af manna höndum, en sums staðar hefur sjór unnið nokkuð á landinu. Vandlega hafa þessar strendur ver- ið kannaðar, og aðeins á einum stað er eitthvað að sjá sem hugsanlega gæti verið ummerki eftir aðsetur kaupmanna. Það er þar sem heitir Gerði í Blika- staðalandi, rétt á neshnúanum sem verður þar sem suðurströnd Leiruvogs sveigir til suðurs inn með Biikastaðakró. Fólkið á Blikastöðum þekkir ekki annað nafn á staðnum en Gerði, en Björn Bjarnason frá Grafarholti kallar hann Blikastaðagerði í Árbók 1914, 14, og bætir við: ,,þar sjást enn fiskbyrgin.” Með þessu á hann án efa við þau mannvirki sem enn má sjá og liklega eitthvað sem siðan hefur farið i sjó eins og enn mun sagt verða. Minjar þær sem senn verður lýst eru alveg fram á sjávarþakkanum — af þeim góðu og gildu ástæðum, að sjór er að brjóta landið og hefur trúlega lengi þann steininn klappað, þótt hægt fari. Helga á Blikastöðum telur að ekki hafi mikið að gerst síðan 1908, þegar faðir hennar Magnús Þorláksson keypti Blikastaði og fluttist þangað með fjölskyldu sína. Eitthvað hlýtur það þó að vera, því að ágangur sjávar er greinilega virkur nú. Ef giskað væri á (að vísu út í bláinn) að sjórinn næmi burt 5 sm á ári að meðaltali, væri landbrotið 35 metrar síðustu 7 aldir. Raunar er það ekkert ólíklegt og þá hefði grassvörður vel getað verið á söguöld út eftir öllum þeim stórgrýtta granda eða tanga sem gengur vestur af minjastaðnum og nú ber mikið á með fjöru. ef þetta væri rétt — sem ekkert mælir i gegn — hefði þarna verið einstaklega geðugur kaup- stefnustaður, þurr, sléttur og þokkalegur. Sennilega ágætt skipalægi rétt fyrir framan. Hafi kaupmenn haft búðir sínar þarna mundu þær flestar (eða allar?) komnar i sjó fyrir löngu. Víst er að minjar þær sem nú verður lýst (hvað sem þær eru í raun og veru) eru sumpart orðnar sjónum að bráð og það sem eftir er á sömu örlög í vændum fyrr eða síðar. Minjunum má lýsa svo að ógröfnu: A. Syðra gerðið. Syðst er grjótgirðing (gerði) og hefur verið ferhyrnd, 22 m löng að utanmáli frá suðri til norðurs eða samhliða sjónum. Veggstúfar ganga frá þessum austurvegg og fram á sjávarbakkann, 8-9 m langir, og þar enda þeir og er nú ekki unnt að giska á hversu langir þeir hafa verið í upphafi. Ekki er heldur auðið að vita fyrir víst hvort veggur hefur verið að vestan samhliða langveggnum sem nú sést, eða hvort sjávarbakkinn sjálfur hefur komið í veggjar stað. Slíkt má vera og hefði sparað grjóthleðslu á einn veg. Inni í gerð-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.