Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Síða 23
LEIRUVOGUR OG ÞERNEYJARSUND
27
aðeins til þess að mynda einskonar baksvið að því sem hér er eitt til umræðu,
hvort menn viti til eða hafi einhverntíma vitað til einhverra minja um kaup-
stað við Leiruvog.
Skemmst er frá að segja að engar heimildir eru um slíkt í íslenskum stað-
fræðiritum, hvorki í bók Kálunds né í neinni annarri heimild. Nefnir hann þó
Leiruvog og gerir grein fyrir staðháttum þar og kostum hans sem hafnar í
fornöld. Öll strandlengja við voginn er ósnortin af manna höndum, en sums
staðar hefur sjór unnið nokkuð á landinu. Vandlega hafa þessar strendur ver-
ið kannaðar, og aðeins á einum stað er eitthvað að sjá sem hugsanlega gæti
verið ummerki eftir aðsetur kaupmanna. Það er þar sem heitir Gerði í Blika-
staðalandi, rétt á neshnúanum sem verður þar sem suðurströnd Leiruvogs
sveigir til suðurs inn með Biikastaðakró. Fólkið á Blikastöðum þekkir ekki annað
nafn á staðnum en Gerði, en Björn Bjarnason frá Grafarholti kallar hann
Blikastaðagerði í Árbók 1914, 14, og bætir við: ,,þar sjást enn fiskbyrgin.”
Með þessu á hann án efa við þau mannvirki sem enn má sjá og liklega eitthvað
sem siðan hefur farið i sjó eins og enn mun sagt verða.
Minjar þær sem senn verður lýst eru alveg fram á sjávarþakkanum — af
þeim góðu og gildu ástæðum, að sjór er að brjóta landið og hefur trúlega lengi
þann steininn klappað, þótt hægt fari. Helga á Blikastöðum telur að ekki hafi
mikið að gerst síðan 1908, þegar faðir hennar Magnús Þorláksson keypti
Blikastaði og fluttist þangað með fjölskyldu sína. Eitthvað hlýtur það þó að
vera, því að ágangur sjávar er greinilega virkur nú. Ef giskað væri á (að vísu
út í bláinn) að sjórinn næmi burt 5 sm á ári að meðaltali, væri landbrotið 35
metrar síðustu 7 aldir. Raunar er það ekkert ólíklegt og þá hefði grassvörður
vel getað verið á söguöld út eftir öllum þeim stórgrýtta granda eða tanga sem
gengur vestur af minjastaðnum og nú ber mikið á með fjöru. ef þetta væri rétt
— sem ekkert mælir i gegn — hefði þarna verið einstaklega geðugur kaup-
stefnustaður, þurr, sléttur og þokkalegur. Sennilega ágætt skipalægi rétt fyrir
framan. Hafi kaupmenn haft búðir sínar þarna mundu þær flestar (eða allar?)
komnar i sjó fyrir löngu. Víst er að minjar þær sem nú verður lýst (hvað sem
þær eru í raun og veru) eru sumpart orðnar sjónum að bráð og það sem eftir
er á sömu örlög í vændum fyrr eða síðar. Minjunum má lýsa svo að ógröfnu:
A. Syðra gerðið. Syðst er grjótgirðing (gerði) og hefur verið ferhyrnd, 22 m
löng að utanmáli frá suðri til norðurs eða samhliða sjónum. Veggstúfar ganga
frá þessum austurvegg og fram á sjávarbakkann, 8-9 m langir, og þar enda
þeir og er nú ekki unnt að giska á hversu langir þeir hafa verið í upphafi. Ekki
er heldur auðið að vita fyrir víst hvort veggur hefur verið að vestan samhliða
langveggnum sem nú sést, eða hvort sjávarbakkinn sjálfur hefur komið í
veggjar stað. Slíkt má vera og hefði sparað grjóthleðslu á einn veg. Inni í gerð-