Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Page 28

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Page 28
32 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Grindavík, á Rosmhvalanes, til Þerneyjarsunds eður í þann nökkurn ann- an stað, sem staðarins nauðsynjar standa til að farið sér í þann tíma er faramaður í Skálholti vitjar. (ísl. fornbréfasafn VII, 153). Þarna glyttir reyndar í aðra mynd, sem ekki heldur er ófróðleg þótt hún tengist Þerneyjarsundi lauslegar en hin. En hér með hygg ég að upptaldar séu ritaðar heimildir um höfnina og kaupstaðinn í Þerneyjarsundi. Til samans ná þær yfir tímabilið frá því rétt eftir 1300 og fram undir aidamótin 1500. Vera má að þessar tvær aldir séu ekki allfjarri því að vera einmitt það tímaskeið sem Þerneyjarsund var skipalægi og kaupstefnustaður. Eins og áður var um Leiruvog er þessi heimildarakning ekki annað en bak- svið þeirrar spurningar hvar kaupstaðurinn í Þerneyjarsundi hafi verið og hvort nokkrar sýnilegar minjar beri honum vitni. Er hægt að drepa fingri ná- kvæmlega á einhvern tiltekinn stað og segja: Hér var það? Mér vitanlega eru ekki aðrar ritaðar heimildir til um kaupstefnuminjar í Þerneyjarsundi en klausa ein í Chorographica Islandica Árna Magnússonar (Safn til sögu ís- lands, Annar flokkur I, 3 (1955), 61). Árni skrifar á þessa leið: Fyrir austan Þerney milli og lands heitir Þerneyjarsund. Þar hefur skipa- lega verið í gamla daga og sér til búðastæða á landinu fyrir austan sundið, þar sem menn segja kaupstefnuna verið hafa. Búðastæðin eru vallgróin. Ástæða er til að renna þakklátum huga til Árna Magnússonar fyrir þessa minnisgrein. Annaðhvort hefur hann sjálfur svipast um eftir búðastæðum við Þerneyjarsund ellegar haldið uppi spurnum um þau og má hið síðarnefnda líklega teljast sennilegra, þótt ekki verði til hlítar úr því skorið. Hvort heldur sem er, er frásögnin merkileg. Um 1700 telja menn á Kjalarnesi sig vita hvar á landinu austan við sundið kaupstefnan hafi verið í gamla daga og enn sjái þar til vallgróinna búðastæða. Nú er það í rauninni svo, að einhversstaðar á strandlengjunni andspænis Þerney hlýtur kaupstaðurinn að hafa verið. Og þar er ekki um langan spotta að ræða. Unnt væri að hugsa sér að kaupstaðurinn hafi verið í Álfsnesvikinni, þar er malarkambur mikill og tjörn fyrir innan og mýrlendi þar upp af og svo tún líkt og í víðum hvammi og stendur bærinn Álfsnes í brekkunum norðan- megin en Glóra (nú í eyði) í brekkunum sunnanmegin. En þó er sumt sem mælir því í gegn að kaupstefnunni hafi verið valinn staður þarna, til dæmis tjörnin og bleytan kringum hana og skortur á flötu landi, en það sem mest mælir í mót er þó það, að Álfsnes er ekki við Þerneyjarsund í þrengsta skiln- ingi, heldur aðeins norðar. Fyist við lága hamrahöfðann (sem víst heitir ein- faldlega Höfði) með fiskbyrgjunum sunnan við lægðina sem bæirnir tveir eru
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.