Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Qupperneq 28
32
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Grindavík, á Rosmhvalanes, til Þerneyjarsunds eður í þann nökkurn ann-
an stað, sem staðarins nauðsynjar standa til að farið sér í þann tíma er
faramaður í Skálholti vitjar. (ísl. fornbréfasafn VII, 153).
Þarna glyttir reyndar í aðra mynd, sem ekki heldur er ófróðleg þótt hún
tengist Þerneyjarsundi lauslegar en hin. En hér með hygg ég að upptaldar séu
ritaðar heimildir um höfnina og kaupstaðinn í Þerneyjarsundi. Til samans ná
þær yfir tímabilið frá því rétt eftir 1300 og fram undir aidamótin 1500. Vera
má að þessar tvær aldir séu ekki allfjarri því að vera einmitt það tímaskeið
sem Þerneyjarsund var skipalægi og kaupstefnustaður.
Eins og áður var um Leiruvog er þessi heimildarakning ekki annað en bak-
svið þeirrar spurningar hvar kaupstaðurinn í Þerneyjarsundi hafi verið og
hvort nokkrar sýnilegar minjar beri honum vitni. Er hægt að drepa fingri ná-
kvæmlega á einhvern tiltekinn stað og segja: Hér var það? Mér vitanlega eru
ekki aðrar ritaðar heimildir til um kaupstefnuminjar í Þerneyjarsundi en
klausa ein í Chorographica Islandica Árna Magnússonar (Safn til sögu ís-
lands, Annar flokkur I, 3 (1955), 61). Árni skrifar á þessa leið:
Fyrir austan Þerney milli og lands heitir Þerneyjarsund. Þar hefur skipa-
lega verið í gamla daga og sér til búðastæða á landinu fyrir austan sundið,
þar sem menn segja kaupstefnuna verið hafa. Búðastæðin eru vallgróin.
Ástæða er til að renna þakklátum huga til Árna Magnússonar fyrir þessa
minnisgrein. Annaðhvort hefur hann sjálfur svipast um eftir búðastæðum við
Þerneyjarsund ellegar haldið uppi spurnum um þau og má hið síðarnefnda
líklega teljast sennilegra, þótt ekki verði til hlítar úr því skorið. Hvort heldur
sem er, er frásögnin merkileg. Um 1700 telja menn á Kjalarnesi sig vita hvar á
landinu austan við sundið kaupstefnan hafi verið í gamla daga og enn sjái þar
til vallgróinna búðastæða.
Nú er það í rauninni svo, að einhversstaðar á strandlengjunni andspænis
Þerney hlýtur kaupstaðurinn að hafa verið. Og þar er ekki um langan spotta
að ræða. Unnt væri að hugsa sér að kaupstaðurinn hafi verið í Álfsnesvikinni,
þar er malarkambur mikill og tjörn fyrir innan og mýrlendi þar upp af og svo
tún líkt og í víðum hvammi og stendur bærinn Álfsnes í brekkunum norðan-
megin en Glóra (nú í eyði) í brekkunum sunnanmegin. En þó er sumt sem
mælir því í gegn að kaupstefnunni hafi verið valinn staður þarna, til dæmis
tjörnin og bleytan kringum hana og skortur á flötu landi, en það sem mest
mælir í mót er þó það, að Álfsnes er ekki við Þerneyjarsund í þrengsta skiln-
ingi, heldur aðeins norðar. Fyist við lága hamrahöfðann (sem víst heitir ein-
faldlega Höfði) með fiskbyrgjunum sunnan við lægðina sem bæirnir tveir eru