Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Síða 30
34
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
skemmst milli eyjar og lands, þar er malarkambur allhár við sjó, en fyrir inn-
an hann dálítið sléttlendi og einnig þýfi mikið, og reyndar er Niðurkotstúnið
allt mjög þýft og grýtt.
Þarna næstum því hlýtur kaupstaðurinn að hafa verið. í fyrsta lagi af því að
enginn annar staður við Þerneyjarsund kemur til greina. í öðru lagi af því að
þarna eru skilyrði mjög sæmileg, búðastæði eða tjaldstæði innan við malar-
kambinn, góð lendingarfjara framan við hann, aðgangur að vatni, mjóddin á
sundinu, enginn bær svo nærri að bændur yrðu fyrir ágangi vegna athafna-
semi á staðnum. En þá vaknar spurningin: Hvar eru vallgrónu búðastæðin,
sem bændur sögðu Árna Magnússyni frá fyrir hartnær þremur öldum og hann
sá ef til vill sjálfur?
í íslenskum staðfræðiritum samanlögðum hefur enginn getið um neinar
rústir við Þerneyjarsund siðan Árna leið. En það má mikið vera ef ,,búða-
stæði” hans eru samt ekki sýnileg enn þann dag í dag, og það einmitt við Nið-
urkotsmöl (sem ég nefni svo, því að ekki virðist neitt örnefni hafa varðveist á
þessum stað). Innan við malarkambinn eru stórgerðir þúfnaklasar, sem minna
talsvert á húsarústir, og á tveimur eða þremur stöðum svo mjög, að maður
þykist sjá nokkra skilsmynd á. En þess ber að minnast að náttúrlegir þúfna-
klasar geta oft minnt glettilega mikið á rústir og stundum meira að segja kall-
aðar „rústir” manna á meðal. Þess vegna væri fljótfærnislegt að fullyrða að
þúfurnar við Þerneyjarsund séu í raun og veru búðatóftir sem náttúrukraft-
arnir hafi ummyndað á löngum tíma og gert nær óþekkjanlegar. Vel má vera
að svo sé. En ef ekki, má samt mjög sennilegt þykja að þúfnaklasar þessir séu
eigi að síður þau vallgrónu búðastæði, sem Árni greinir frá. Það er mergurinn
málsins. Það er ekki einleikið að einmitt á þeim stað sem líklegastur er sem
kaupstaður, skuli þessar einkennilegu þúfur vera.
Vitanlega ætti að vera hægt að skera úr því með dálitlum grefti hvort
þúfnabörð þessi leyna búðatóftum bak við dulbúning sinn. Niðurkot allt og
þar með þúfurnar eru nú friðlýstar minjar og hægurinn hjá að rannsaka þetta
þegar til vinnst. Mannshöndin hefur þarna engu breytt frá öndverðu.
En þess ber að lokum að minnast, að enda þótt hér sé aðeins um náttúrlegar
þúfur að ræða, er staðurinn engu að síður kaupstaðurinn við Þerneyjarsund,
með búðum eða búðalaus. Þegar talað er um samkomustaði, hvort sem eru
kaupstaðir eða þingstaðir, er full ástæða til að minna á mikla notkun tjalda í
fornöld og á miðöldum og tjöld láta engin merki eftir sig. Þessi staður er einn
af fyrirrennurum Reykjavíkur og á að varðveitast eins og hann er.
Greinarauki. Framanskráðar athuganir gerði ég í júlí 1978 og gekk frá
greininni strax á eftir. í september sá ég svo handrit að prýðisgóðum fyrirlestri
sem Helgi Þorláksson sagnfræðingur hafði flutt í þeim mánuði á fornleifa-