Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Qupperneq 30

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Qupperneq 30
34 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS skemmst milli eyjar og lands, þar er malarkambur allhár við sjó, en fyrir inn- an hann dálítið sléttlendi og einnig þýfi mikið, og reyndar er Niðurkotstúnið allt mjög þýft og grýtt. Þarna næstum því hlýtur kaupstaðurinn að hafa verið. í fyrsta lagi af því að enginn annar staður við Þerneyjarsund kemur til greina. í öðru lagi af því að þarna eru skilyrði mjög sæmileg, búðastæði eða tjaldstæði innan við malar- kambinn, góð lendingarfjara framan við hann, aðgangur að vatni, mjóddin á sundinu, enginn bær svo nærri að bændur yrðu fyrir ágangi vegna athafna- semi á staðnum. En þá vaknar spurningin: Hvar eru vallgrónu búðastæðin, sem bændur sögðu Árna Magnússyni frá fyrir hartnær þremur öldum og hann sá ef til vill sjálfur? í íslenskum staðfræðiritum samanlögðum hefur enginn getið um neinar rústir við Þerneyjarsund siðan Árna leið. En það má mikið vera ef ,,búða- stæði” hans eru samt ekki sýnileg enn þann dag í dag, og það einmitt við Nið- urkotsmöl (sem ég nefni svo, því að ekki virðist neitt örnefni hafa varðveist á þessum stað). Innan við malarkambinn eru stórgerðir þúfnaklasar, sem minna talsvert á húsarústir, og á tveimur eða þremur stöðum svo mjög, að maður þykist sjá nokkra skilsmynd á. En þess ber að minnast að náttúrlegir þúfna- klasar geta oft minnt glettilega mikið á rústir og stundum meira að segja kall- aðar „rústir” manna á meðal. Þess vegna væri fljótfærnislegt að fullyrða að þúfurnar við Þerneyjarsund séu í raun og veru búðatóftir sem náttúrukraft- arnir hafi ummyndað á löngum tíma og gert nær óþekkjanlegar. Vel má vera að svo sé. En ef ekki, má samt mjög sennilegt þykja að þúfnaklasar þessir séu eigi að síður þau vallgrónu búðastæði, sem Árni greinir frá. Það er mergurinn málsins. Það er ekki einleikið að einmitt á þeim stað sem líklegastur er sem kaupstaður, skuli þessar einkennilegu þúfur vera. Vitanlega ætti að vera hægt að skera úr því með dálitlum grefti hvort þúfnabörð þessi leyna búðatóftum bak við dulbúning sinn. Niðurkot allt og þar með þúfurnar eru nú friðlýstar minjar og hægurinn hjá að rannsaka þetta þegar til vinnst. Mannshöndin hefur þarna engu breytt frá öndverðu. En þess ber að lokum að minnast, að enda þótt hér sé aðeins um náttúrlegar þúfur að ræða, er staðurinn engu að síður kaupstaðurinn við Þerneyjarsund, með búðum eða búðalaus. Þegar talað er um samkomustaði, hvort sem eru kaupstaðir eða þingstaðir, er full ástæða til að minna á mikla notkun tjalda í fornöld og á miðöldum og tjöld láta engin merki eftir sig. Þessi staður er einn af fyrirrennurum Reykjavíkur og á að varðveitast eins og hann er. Greinarauki. Framanskráðar athuganir gerði ég í júlí 1978 og gekk frá greininni strax á eftir. í september sá ég svo handrit að prýðisgóðum fyrirlestri sem Helgi Þorláksson sagnfræðingur hafði flutt í þeim mánuði á fornleifa-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.