Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Side 49

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Side 49
ANNAÁMIG 53 hringinn í kringum snældusnúðinn, en þar fyrir neðan eða utan er einföld flétta, gerð úr tveimur þáttum. Neðan við hana hefur verið leturband hringinn í kring, en neðan við það eru aftur tvær skorur umhverfis með strikum á milli, kaðalsnúningur eins og efst. Að neðan er snældusnúðurinn skreyttur með 6 sammiðja hringum, hverjum utan yfir öðrum. Það sem óvenjulegast er við snældusnúð þennan er áletrunin. Hún er með höfðaletri, en stafirnir eru einfaldir. Áletrunin er ekki heil, en lesa má nokkra stafi. Hinn fyrsti er ekki heill, aðeins efri hluti hans er eftir. Virðist hann vera alveg eins og annar stafurinn sem er greinilega N, en þriðji stafurinn er A. Á eftir þessum þrem stöfum kemur orðabil og er þar skraut, lítil S-laga flétta og enda báðir endarnir í laufblöðum. Við fyrstu sýn héldum við grafarar í Stóru- borg reyndar að þetta væri stafurinn S, en sáum síðan, að það var með öllu ólíkt hinum stöfunum og féllum frá þeirri hugmynd. Á eftir milligerð þessari kemur stafurinn A mikið nráður og á eftir honum önnur skrautflétta. Er hún allt öðru vísi en sú fyrri og mun flóknari, einskonar tvöfaldur hnútur. Á eftir honum kemur stafurinn M, en þaðan frá er brotið af snúðnum og verða fleiri stafir ekki lesnir. Áletrun sú sem lesin verður á snældusnúðnum er því þessi: — -NNA A M—. Orðið A hlýtur að vera nútíð sagnarinnar að eiga og M upphaf- ið á MIG, og stafirnir NNA eru þá hluti úr nafni þeirrar konu sem snúðinn átti og eru slíkar áletranir algengar. Má t.d. benda á steinsnúð frá Hruna (Þjms. 1933), sem á er letrað með rúnum Þóra á mig (sjá Kr. Eldjárn, Snældu- snúður Þóru í Hruna, Gengið á reka, Akureyri 1948, bls. 139-147). Þeim megin sem nafnið er hefur snældusnúðurinn verið skaddaður áður en hann grófst í gólfið, þannig að hluti þess er horfinn. Algengasta kvenmanns- nafn á íslandi sem endar á stöfunum NNA er enn þann dag í dag Anna. í fyrsta manntali sem tekið var á íslandi árið 1703 eru taldar 264 Önnur á landinu (þar af 28 í Rangárvallasýslu). Nafnið Jóhanna er þá mun sjaldgæf- ara (33 Jóhönnur, engin þeirra í Rangárvallasýslu). Það nafn með endingunni NNA sem kemst næst Önnu að fjölda er Guðfinna, þær eru 105 (4 í Rangár- vallasýslu). Það nafn er hinsvegar í lengsta lagi til að það hefði komist fyrir á snældusnúðnum frá Stóruborg (og gegnir sama máli um þær Dagfinnu, Dýrfinnu og Kolfinnu, allar nefndar í manntalinu frá 1703). Nú er reyndar hugsanlegt að á snældusnúðnum hafi verið gælunafn eiganda, t.d. Gunna eða Finna, og er þá tölulega mestar líkur á Gunnu, Guðrúnar eru 5410 á íslandi 1703 og hafa alltaf verið margar. Fremur verður að teljast ólíklegt að nafn konunnar sem snúðinn átti hafi verið stuttnefni. Slíks mun varla nokkurt dæmi í íslenskum áletrunum. Senni- legast er, að nafnið hafi verið Anna. Ef skoðuð er lengd leturlínunnar kringum allan snúðinn, sést að þar er einmitt hæfilegt rúm fyrir áletrunina Anna á mig,auk skrautflata í þremur bilum milli orða.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.