Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Side 54

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Side 54
MAGNÚS GESTSSON VEGGSKÁPURINN ÚR JÖRFAKIRKJU Þegar ég fór um bæi í Dalasýslu sumarið 1968 og safnaði til byggðasafns, áskotnuðust mér allmargir hlutir á Saursstöðum í Haukadal, er varðveittir höfðu verið í gamla bænum sem þá var nýbúið að rífa. Meðal munanna var veggskápur, líkur að lögun og bollaskáparnir gömlu. Ekki gafst tími til í þetta skipti að ræða um hlutina við bóndann Jón Hjálmtýsson. Sumarið 1976 vann ég að því að koma mununum fyrir í húsnæði sem safnið hafði þá fengið til umráða. Þegar ég nú fór að hreinsa upp veggskápinn frá Saursstöðum, fannst mér skreyting á hurð og dyraumgjörð minna á frágang kirkjugripa og þá helst altarisskápa. Við tækifæri spurðist ég betur fyrir um skápinn, og sagði þá Jón bóndi að faðir hans Hjálmtýr Jóhannsson hefði sagst hafa fengið skápinn hjá Guð- brandi Árnasyni bónda á Jörfa, næsta bæ, og hefði Árni Jónsson (f. 1862, d. 1933) faðir Guðbrandar, og fyrr bóndi á Jörfa, sagt að það fylgdi sú sögn skápnum að hann væri úr kirkjunni á Jörfa. Á Jörfa var hálfkirkja fyrr á öldum og var lögð niður með konungsbréfi 17/5 1765 (Prestatal og prófasta, 2. útg. bls. 160). Skápa er getið í kirkjum í vísitasium biskupa og prófasta allt fram á 18. öld. Úr vísitasíu Steins biskups í Laufási 1715 (Bps. B. III, 13): „..botnlaus skápur stendur sunnanvert við altari með hurðu fyrir, sem annar skápur lítill innlæst- ur.” Þegar kirkjan á Jörfa var lögð niður 1765 hefur hún vafalaust verið orðin gömul og að falli komin, og því varla byggð seinna en um aldamótin 1700. Skápurinn er fornlegur að gerð og gæti hafa verið úr eldri kirkju. Biskupar og prófastar hafa yfirleitt ekki vísiterað hálfkirkjur og ekki tókst Herði Ágústssyni að finna úttekt á Jörfakirkju. Frá því að kirkjan á Jörfa var lögð niður og þar til bóndinn á Saursstöðum fær skápinn hjá Jörfabónda, hafa bændur á Jörfa verið sömu ættar eða tengd- ir og því eðlilegt að skápurinn er kyrr á staðnum. Skápurinn er að utanmáli: hæð 73 sm, breidd 54 sm, og dýpt 22 sm, og er með tveimur hillum. Hann hefur verið læstur, en skráin, sem hefur verið all- stór eftir úrtökunni að dæma, er farin, en lykillaufið eitt er eftir. Bolur skápsins er úr tommuborðum, geirnegldur á hornum, og er afturhlut- inn, 13 sm aftanfrá, með opinni geirneglingu og eru tapparnir uppúr og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.