Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Page 62

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Page 62
66 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Tvennt er það einkum sem vert er að draga fram að nýju úr þeirri athugun. Ólafur Stefánsson amtmaður, seinna stiftamtmaður, á Hóla á seinnihluta 18. aldar og lætur reisa þar kirkju 1774 og ber allan kostnað af sem sannur kirkjubóndi. Þar sem ég nú er að lesa texta Ellen Marie Mageroy, sem fyrr segir, rifjast skyndilega upp fyrir mér setning úr kirkjustól Hóla og greininni í Árbókinni: ,,Yfir kirkjudyrum er ,,ein fjöl með bíldhöggvaraverki og proprietarii hr. amtmannsins Ólafs Stephanssonar nafni þar á,” eins og segir í kirkjustólnum 1776.”15 Þessi kirkja er með óyggjandi vissu reist árið 1774. Nú spyr ég undir lokin, þarf fleiri vitna við? Er þá ekki eftir allt saman komið eitt brotið enn úr hinum fornu og horfnu kirkjum í Hólum og hefur villst vel af leið? Farið fyrst til Kaupmannahafnar uppúr 1853 að kirkja amtmannsins er rifin, síðan heim aftur árið 1930 og endað í Þjóðminjasafni íslands. Þeir Thorlaciusar í Miklagarði, Saurbæ og Hrafnagili áttu Hóla lengi. Nú er vitað að bræðurnir séra Einar í Saurbæ og séra Hallgrímur á Hrafnagili rit- uðu sóknarlýsingar fyrir Bókmenntafélagið. Einnig stóð séra Einar í bréfaskiptum við Finn Magnússon í Höfn. Það verður því að teljast líkleg tilgáta að annarhvor þeirra bræðra hafi sent dyratréð til Hafnar til þess að seðja fornleifahungur Finns. E.t.v. væri hægt að fá skorið úr þessu með nánari athugun. í ljósi þess er nú hefur verið rakið er nauðsynlegt að athuga á ný listsögulega stöðu dyratrés Ólafs amtmanns. Eðlilegast er að vísa málinu til dr. Ellen Marie Mageroy, hún er auðvitað allra manna færust til að kveða upp þann dóm. 4. Ætterni prédikunarstóls í fræðunum er aldrei of vel á varðbergi staðið gegn munnmælum, sögu- sögnum og getgátum. Gott dæmi um þetta er prédikunarstóllinn í Vídalíns- safni, löngum kenndur við Guðbrand biskup Þorláksson og honum eignaður sem smíð. Þegar 1908, er stóllinn barst Þjóðminjasafninu að gjöf ásamt öðrum góðum gripum frá konsúl Vídalín, telur Matthías Þórðarson stólinn skorinn af Guðbrandi biskupi. „Stól þennan hefur Guðbrandur biskup, sem var formætur bíldhöggvari sjálfur skorið,” segir Guðbrandur Jónsson í hinu mikla verki sínu „Dómkirkjan á Hólum,” sem út kom á árunum 1915-1929.16 í „Myndir úr menningarsögu íslands” er þess getið árið 1929 að líklegt sé „að biskup hafi látið gera stólinn, og er sagt að hann hafi sjálfur skorið hann út.”17 Sjálfur hef ég gengið út frá því sem vísu að stóllinn væri frá 1594 í grein, sem ég ritaði fyrir nokkrum árum og hef líklega talið hann verk bisk- ups.18 Hvað áttu menn að halda? Stóllinn kirfilega merktur biskupi, ártalið auð-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.