Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Page 78

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Page 78
82 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS usla í sauðfénu. Hrakti hann önnur dýr frá boganum, sem veiðimaður notaði, og líkaði veiðimanni það stórilla, sem von var, ,,og grét af slíku vandræði.” Svo fór þó, að vetrarhörkur lögðust að með bjargarbanni. Gerðist tófa þá svöng en neyðin knúði hana til meira áræðis. Kom þar, að hún stóðst ekki mátið, nálgaðist bogann og ,,tyllti nögl við agnbogann. Bogi hleypur brátt sem auga renni,” og sat tófa þá föst í boganum. Horfði hún nú fram á harm- raunir sínar og minntist þeirra daga, er hún drakk lambadreyra og „gerði á fénu skamm,” en nú mundi lokið lukkugengi. En tófa hugsar með sér að ekki muni allir menn djúphyggnir og sé því illa farið ef hún geti ekki á einhvern hátt notað flærð sína og fláttskap sér til bjargar. Þegar morgnar og veiðimaður vitjar boga síns sér hann, hvar tófan situr föst. Lá hún þar og bærði ekki á sér. Hugði hann, að hún mundi dauð vera, losaði hana úr boganum og „fleygði Þórs á víf.” En „í þessum svifum tófa tölti á fætur” og vildi forða sér, en veiðimaður þreif staf sinn og keyrði í bak henni. Tófa snéri sér við og réðst á manninn, reif hann hvarvetna, „á munn, hönd, höku og nebba, og hvar sem hún náði beit hún hann,” og við það brá veiðimanni og missti hann mátt sinn en tófan slapp burt til byggða sinna. Maðurinn sat eftir með sárt ennið, en egndi bogann og hugsaði skolla þegj- andi þörfina. Mælir hann þá til bogans: „Lifi eg þá stund að tófa í þér tolli, varast skal ég vondan gamm, mér veitti skamm, að sleppi ei skemmdarskolli.” „Nú er að tala um tófu, hún tölti burt frá særðum rekk.” Ber þá þar að hrafna tvo og kastar hún kveðju á þá. „En þeir báðu ólukkann að eiga þann, sem flagð væri í fögru skinni.” Henni verður illa við skútyrði þeirra og hugsar sér að erta þá nokkuð. Kastar hún sér í trjárunna og „æla lést af offylle, svo áfram hné, uppfull eins og tunna.” Krummunum bregður við og segja, að misjafnt sé skipt gæðunum. Þeir megi svangir fara og svelta dag og nótt, en aðrir fari um svo saddir, að þeir æli af ofáti. Tala þeir um, hvar tófa muni hafa komist í svo gott æti og vilja þang- að leita. Rís þá tófa upp og vitnar til vináttu sinnar og hrafnanna. Segir hún þá verð- ugasta að njóta krásanna. Skýrir hún frá hvar ætið sé að finna, og hraða hrafnarnir ferð sinni þangað eftir tilvísun hennar og hló tófa þá í kampinn. Keppist hvor um sig að verða fyrri til að ná krásunum og varð annar á undan en þá kvað við lás og „greip hann stálið stinna.” Sat hann þá í kreppu, „kreistur á milli járna,” en hinn forðaði sér.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.