Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Side 83

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Side 83
HRAFNAHREKKURINN 87 Lausnina telur hann sig síðan finna er hann fékk í hendur bók Sigurðar Breiðfjörðs, Frá Grænlandi, sem fyrr getur, og birtir í þýðingu kaflann um gildrurnar. Telur Keller nú einsýnt, að þær hafi ekki þekkst á íslandi, þar sem Sigurður sé að lýsa þeim fyrir löndum sínum og hvetja bændur á íslandi til að taka þessar gildrur upp. Gerir hann því skóna, að ef til vill sé lýsing Sigurðar til í norskri þýðingu frá þessum tíma og að Norðmenn hafi þá, það er á fyrra hluta síðustu aldar, farið að gera slíkar gildrur. Hugmyndin muni þannig komin frá Grænlandi austur yfir Atlantshaf í seinni tíð. Keller þekkir greinilega ekki aðrar íslenskar heimildir en bók Sigurðar Breiðfjörðs, hvorki Atla né Lærdómslistarfélagsritin, hvað þá 18. aldar kvæðið Hrafnahrekkinn, sem síst var von. En vafalítið er, að veiðiaðferð þessi hefur verið þekkt hér á íslandi fyrir endurfund Grænlands, hvort sem ætla megi, að hún hafi borist hingað til lands vestan yfir á miðöldum. Efni þetta þyrfti að taka upp til nánari rannsóknar til að fá skorið úr um út- breiðslu þessarar veiðiaðferðar og hve langt aftur hægt er að rekja hana í ýms- um löndum. Þá ætti eitthvað að mega segja til um, hvaðan hún er upp runnin í öndverðu. Tihisanir 1. Fróðlegt ljóðasafn ýmislegs eðlis. Safnað og útgefið af bókbindara Grími Laxdal. 1. hepti. Akureyri 1856, bls. 31-43. 2. Theodór Gunnlaugsson: Á refaslóðum, (Reykjavík) 1950, bls. 133-135. — Eitthvað hefur tíðkast að veiða seli í fallgryfjur hérlendis, sjá Lúðvik Kristjánsson: íslenzkir sjávarhættir, 1, Reykjavík 1980, bls. 404. 3. Þjóðháttadeild Þjóðminjasafnsins, ÞÞ 1549. 4. Björn Halldórsson: Atli, eður Ráðagjörðir Yngismanns um Búnað sinn. Hrappsey 1780, bls. 152. 5. Þórður Þorkelsson: Um Refaveiðar. Rit þess Konunglega Islenzka Lærdóms Lista Félags, XII, Kaupmannahöfn 1792, bls. 227-239. 6. Reykjavikurpósturinn, II. ár. Reykjavík 1848, bls. 26-28. 7. Theodór Gunnlaugsson, fyrrgreint rit, bls. 139. 8. Sigurður Breiðfjörð: Frá Grænlandi, samantekið af Sigurði Breiðfjörð. Kaupmannahöfn 1836. 9. Heimildir í Þjóðháttadeild Þjóðminjasafnsins, ÞÞ 1536, 1401, 1466, 1406, 1390, 1468, 1460, 1462, 1545, 2056, 1383, 1458, 1549, 1399, 1454. 10. Páll Eggert Ólason: íslenzkar æviskrár, 11, Reykjavík 1949, bls. 110-111. Sama rit, V, Reykjavík 1952, bls. 90. Finnur Sigmundsson, Rimnatal, 11, Reykjavík 1966, bls. 45-46. 11. Keller, Christian: Revefeller over Atlanteren? Festskrifl til Sverre Marstrander pá 70-árs- dagen. Universitetets Oldsaksamlings Skrifter, Ny rekke, Nr. 3, Oslo 1980, bls. 59-64.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.