Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Qupperneq 90
94
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
smíðaði. Má telja það líklegt að Ari Jónsson lögmaður hafi smíðað stól þenn-
an. Auðvitað vaknar þá sá grunur að Ari geti verið hagleiksmaðurinn sem
smíðaði hinn stólinn frá Grund. Loks er skylt að gleyma ekki útskurðinum á
eikarskápnum nr. 342 í Þjóðminjasafninu, en hann mun hafa átt Páll Jónsson
sýslumaður, Staðarhóls-Páll, tvær andlitsmyndir, karls og konu, eru við sitt
hvort horn framhliðar að ofan, og nálægt miðju er gert skjaldarmerki Páls og
fangamark, Pl, verður að telja vafalítið að myndirnar séu af þeim hjónum,
Páli og Helgu Aradóttur Jónssonar. Myndir af þeim sjást á fleiri gripum á
safninu.
Að því er best verður séð tengjast fjórar myndir á stólnum mynd hornblás-
arans. Eru þetta heilskorna smástyttan ofan á hægri stólbrúðu, þarna maður,
dvergslegur, sem situr, horfir fram, togar í eyra drekans á brúðunni með
vinstri hendi og spyrnir í það með vinstra fætinum, en lítil, vængjuð kynja-
vera, tvífætt, er gerð á sama stað vinstra megin á stól og bítur hún og spyrnir í
eyra drekans sem þar er, (2) riddarinn í kringlunni á miðri neðri þverfjöl í
baki, hann er á hestbaki, snýr vinstra vanga fram, heldur á þríhyrndum skildi
í hægri hendi en sverði í vinstri, er með sérkennilegan hjálm á höfði og gríma á
sem dregin er upp, (3) annar tvíburanna í Tvíburamerki, en það er gert í efri
röð tveggja láréttra raða stjörnumerkja á framhlið kistu, maður þessi stendur
vinstra megin og snýr hægra vanga fram, loks (4) mannhesturinn,
„kentárinn,” hinn forna furðuvera, í stjörnumerki Bogmanns í neðri röð,
snýr mynd þessi eins. Verið getur að tréskerinn hafi valið sér hér að fyrirmynd
hóp ættingja Rafns, og ekki er heldur fráleitt að ætla að myndirnar eigi allar
að sýna Rafn lögmann. Önnur myndin í þessum hóp, riddarinn í kringlunni,
kann að vera tákn í skjaldarmerki hans. Gerð eru tvö mannsandlit með al-
skeggi sem líkjast að öðru leyti þessum, eru þau á Vatnsbera og öðrum Tví-
buranna, þeim sem er hægra megin í merkinu, á Vatnsbera veit hægri vangi
fram, á Tvíbura vinstri vangi.
Þrjár myndir af dýrum, áþekkar að stærð, liggja í röð á stórum reit hægra
megin miðju á efri bakslá, og vinstra megin miðju, á jafn stórum reit, er
vængjaður, tvífættur dreki. Dýrin þrjú virðast vera naut, ljón og örn, talið frá
vinstri til hægri, og munu hér skornar einkunnir guðspjallamannanna þriggja,
Lúkass, Markúss og Jóhanness. Greinaskrúð umlykur myndirnar og þannig
að farið að blað er látið liggja þétt við bakið á ljóninu, virðist sem dýrið sé
vængjað, og þarna mannljón, sfinx. Dýrið er með mannsandlit og yfirvara-
skegg, snýr andliti á ská fram, og sér á vinstra vanga. Hinar fornu, egypsku
sfinxir voru skeggjaðar, er greinilegt yfirvaraskegg á þeirri sem elst er talin,
sfinxinni hjá pýramídunum miklu i Gíse, hins vegar voru þær ekki með
vængi, og verða vængjaðar sfinxir til í annarri hefð. Gert er mannsandlit á
Ljónið og Nautið meðal stjörnumerkjanna, svipar þeim til ásjónu mannljóns-