Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Qupperneq 98
102
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Sigurður Vigfússon skrifaði Þorsteini hlýlegt þakkarbréf hinn 27. septem-
ber 1887 og segir þar meðal annars á þessa leið:
Um Urslaréttir verðr ekki sagt að svo komnu; það nafn hefi eg ekki heyrt
annars staðar; hér kemr og mikið undir hversu fornleg þessi mannvirki eru
og hvernig hér yfir höfuð lítr út; það er talað um réttir í Svarfdælu, en svo
gamalt getr þetta reyndar ekki verið; ef mér hugkvæmist nokkuð þessu við-
víkjandi skal eg láta yður vita það.
Bréf Þorsteins um Uslaréttir er nú varðveitt í Þjóðminjasafni, en svarbréf
Sigurðar Vigfússonar í Landsbókasafni, ÍB 842, 8vo. Uppdráttur Arngríms
málara Gíslasonar, sem raunar hafði andast 21. febr., þetta sama ár 1887, er í
Þjóðminjasafninu með bréfi Þorsteins. Hann er gerður með blýanti á gulleita
teiknipappírsörk, 36 x 48 sm. Mælt er í föðmum og svo virðist sem vandlega
sé að staðið, þó erfitt sé um að dæma. Það er þó líklegt að verkið sé vel unnið,
þar sem Þorsteinn sendir Arngrím gagngert til að vinna það og borgar kaup
fyrir. Þeir voru góðkunningjar þessir menn, og til er á Ytrahvarfi ágæt teikn-
ing af Þorsteini eftir Arngrím. í neðra horn uppdráttarins til hægri hefur
Arngrímur skrifað: Uppdráttr yfir Urslarjettir. A. Gíslason.
Þetta eru þá heimildirnar um Uslaréttir á Ytri-Másstöðum. Engin leið er að
bera brigður á rétthermi Þorsteins um nafnið, því að hann var uppalinn þarna
á bænum. En svo undarlega bregður við að eftir daga hans kannast enginn við
örnefnið; það hefur týnst með öllu. Verður ekki annað séð en að réttirnar hafi
á fyrri hluta þessarar aldar verið kallaðar Akurgirðingar, og það nafn hygg ég
að sé til komið með óvenjulegum hætti, svo sem nú skal greina.
Kr. Kálund segir í íslandslýsingu sinni (II, 98 n.m.) á þessa leið:
Den antikv. indb. (1818) fortæller, at der ved Skidadalens nordostre hjorne
findes spor af mange gærder som skære hinanden (agerfurer?), og at man
vilde vide, at sádanne gærder havde været brugte i fordums tid til dyrkning
af de vækster, man bryggede 0l eller mundgát af.
Fornleifaskýrslan, sem Kálund vitnar þarna í, er eftir séra Stefán Þorsteins-
son á Völlum, skráð 16. sept. 1818, og hljóðar svo um þetta atriði:
Veit eg ei hvört skal þess géta, at sunnan under Hæd nockurre edur Leite,
Hvarf nefndu, þar sem Skídadalr skér sig frá þeim eginliga Svarfadardal, í
gódu Skjóle fyrer Nordannædíngum, finnast og siást Merke til margra
Garda sem ímisliga liggja og hvör um annan. Einn einaste Madr í Bygdar-
lagenu hefur gétad gefid mér þá Upplísingu hérum, at hann af Forfedrum
sínum — greindum Mönnum — heyrt hafe, þat slíker Gardar hafe af