Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Síða 99

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Síða 99
USLARÉTTIR 103 fornmönnum brúkader verit til Sánings og Ræktunar Vaxta þeirra er þeir skylldu hafa gért Ö1 edur Munngát sitt af. Svo sem sjá má er tilvitnun Kálunds ekki alls kostar heppileg, t.d. þar sem hann talar um „norðausturhorn Skíðadals.” Betra hefði verið að hann hefði tekið fram skýrum stöfum að fyrirbrigði það, sem verið er að lýsa, var sunnan við Hvarfið svonefnt og þá í Syðrahvarfslandi. Þetta kemur berlega fram í lýs- ingu séra Stefáns enda hefði hann ekki um þetta fjallað í skýrslu sinni ef það hefði ekki verið í Vallasókn, en Ytri-Másstaðir eru i Urðasókn. En óákveðið orðalag Kálunds og ekki síður uppástungu hans að garðarnir séu fornar „agerfurer” hefur orðið til þess að þegar farið var friðlýsa fornminjar sam- kvæmt fornleifalögunum frá 1907, hefur þetta verið friðlýst sem ,,akurgirð- ingar,” þótt Kálund verði hinsvegar ekki um kennt að friðlýsingunni var beint að Ytri-Másstöðum, hvernig sem það hefur gerst. En með þessu var forn- leifavarslan sjálf búin að gefa hinum görnlu Uslaréttum nýtt nafn og kveða á um eðli þeirra: akurgirðingar. Líklega hefur einmitt þetta orðið til þess að hið gamla örnefni týndist gjörsamlega. Hitt er þó meiri skaði að friðlýsingin dugði minjunum ekki til verndar. Þær virðast hafa verið heilar á húfi 1937, því að þá segir Margeir Jónsson svo í örnefnaskrá sem hann fékk hjá Halli Jó- hannessyni: Utan og neðan túnsins eru tóftabrot mörg; heita þau einu nafni Akurgirð- ingar, og er þinglesin friðun á brotum þessum. Sú er ætlun manna, að þarna hafi fyrrum sáðland verið. Síðan vitnar Margeir í Kálund þessu til stuðnings, þótt allt byggist það á misskilningi eins og þegar er sagt. En ummerki þessi eru horfin nú, hvað sem öðru líður. Ég hef spurt þá menn í dalnum sem helst ættu að vita um örlög þeirra, en enginn þeirra hefur getað lýst réttunum né heldur með vissu sagt hvenær þær voru jafnaðar við jörðu. Síðsumars 1929 urðu talsverð skriðuföll í Skíðadal og var þá bærinn á Ytri-Másstöðum hætt kominn eins og oft áður. Varð það til þess að gamla bæjarstæðið uppi undir brekkurótunum var yfir- gefið fyrir fullt og allt og íbúðarhús byggt niður á flatlendinu (Másstaðamó- um) fyrir neðan tún þar sem bærinn hefur verið síðan. Mikil umsvif með rækt- un og útihúsabyggingum komu svo smám saman, og á öllu þessu umróts- skeiði munu hinar gömlu menjar hafa farið forgörðum. Helst virðist mér hafa komið í ljós við fyrirspurnir að þær hafi verið nokkurnveginn þar sem nú eru myndarleg fjárhús vestan vegar, en nákvæmlega er ekki unnt að finna þeim stað. Um þær sjálfar er hins vegar bót í máli að til er hinn skilmerkilegi upp- dráttur Arngríms málara, enda er nú ekki framar öðru til að dreifa. Þó skal tekið fram að Steindór Steindórsson getur þessara minja í grein sinni Akur-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.