Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Page 101
USLARETTIR
105
yrkja í fornöld og fyrr á öldum. Ársrit Rœktunarfélags Norðurlands 1948-
1949, bls. 143, á þessa leið: „Kálund skýrir frá garðbrotum nálægt Másstöð-
um í Skíðadal, sem munnmæli herma að séu fornir akrar. Eftir útliti þeirra að
dæma er þetta harla ósennilegt.” Aðspurður (1975) segist Steindór hafa
skoðað minjarnar einhverntíma á árunum 1930-40. Þær voru greinilegar, vegg-
ir talsvert háir, þyrping af smáum hólfum og minnti þetta á rétt, en þó ekki
venjulega dráttarrétt vegna þess hve stærðarmunur hólfa var lítill. Það sem
Steindór hefur um minjarnar að segja (svo langt sem það nær) kemur vel heim
við ummæli Þorsteins.
Mörgum mun fara eins og Sigurði Vigfússyni að þykja örnefnið Uslaréttir
forvitnilegt og fágætlegt. Þá mun það þykja nokkrum tíðindum sæta að sams-
konar eða svipuð örnefni hafa verið til á fimm jörðum í Svarfaðardal svo að
vitað sé. Öll eru þau vel þekkt enn nema Uslaréttir á Másstöðum. Skal nú gerð
grein fyrir örnefnum þessum og staðháttum þeim og mannvirkjum sem þeim
eru tengd. Verður byrjað á Uslaréttum á Másstöðum þareð þær eru tilefni
þessa greinakorns.
1. Uslaréttir á Ytri-Másstöðum. Eins og áður segir eru þær ekki lengur til og
verður að styðjast við uppdrátt Arngríms og lýsingu Þorsteins hér að framan.
Þorsteinn segir að Uslaréttir séu austur frá bænum, en Margeir segir í ör-
nefnalýsingu að þær séu utan og neðan túnsins. Þetta tvenns konar orðalag
getur prýðisvel átt við það sama. Uppdrátturinn sýnir að réttirnar hafa legið
upp að túngarðinum. Óreglulega ferköntuð girðing hefur verið hlaðin út frá
garðingum þannig að hann myndar suðurhliðina, sem er 75 m löng. Norður-
hliðin er 70 m, vesturhlið 50 m og austurhlið lengst eða um 85 m. Mun þetta
vera nokkuð á aðra dagsláttu að flatarmáli. Arngrímur hefur teiknað „vatns-
rennustokk” eftir gerði þessu frá vestri til austurs, hvað sem hann á við með
því orði, líklega aðeins lækjarfarveg. Syðst á norðurvegg teiknar hann „dyr”
og við þær að innan örlitla kró, ekki meira en 2 x 3 m að innanmáli. Athyglis-
vert er að hann teiknar kampa fram af dyrunum. Merkilegast er þó að í suð-
austurhorni girðingarinnar, við túngarðinn, er klasi af smáréttum eða dilkum
eða króm, 12 alls og mjög mismunandi stórum, og annar slíkur klasi mjög
áþekkur, með alls 13 hólfum, gengur norður úr girðingunni áfastur henni.
Eftir uppmælingu Arngríms virðist stærsta hólfið eða króin vera allt að 10 x
20 m, en flestar eru þær miklu minni og sumar mjög smáar. Hvergi sýnir Arn-
grímur dyr á þessum réttum nema þeirri stærstu, sem snýr enda að túngarðin-
um; á henni eru dyr í einu horni.
Þorsteini Þorsteinssyni varð starsýnt á að gólfið í þessum réttum var hærra
en landið umhverfis, þær voru upphækkaðar, og taldi hann að það kynni að
vera til marks um að þær hefðu verið hlaðnar upp oftar en einu sinni. Ekki er