Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Page 102

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Page 102
106 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS frá skýrt úr hverju veggir voru hlaðnir, en yfirgnæfandi líkur eru til að þeir hafi verið úr torfhnausum, sem stungnir hafa verið í móunum umhverfis. 2. Uslarétt á Ytrahvarfi. Fyrir sunnan og ofan bæinn á Ytrahvarfi, 2-300 m, og ofan gamla túnsins eru nokkrir töluvert fyrirferðarmiklir hólar og heita Steinhólar, sá efsti þeira Efsti-Steinhóll. Standa hólar þessir í brekkum, sem verða upp frá lárétta megintúninu á Ytrahvarfi. Sunnan við Efsta-Steinhól er gamall torfgarður mjög greinilegur, óreglulega hringlagaður og nokkru meiri upp og ofan eftir brekkunni en þvert yfir um. Girðing þessi er um það bil ein dagslátta að stærð. Innan í henni er allt í þýfi en þar ber þó mest á dálitlum hólkolli allháum og efst á honum er svolítil hústóft. Girðing þessi á Hvarfi heitir Uslarétt og hefur Tryggvi Jóhannsson bóndi þar (d. 1971) látið þess getið i örnefnaskrá, sem Jóhannes Óli Sæmundsson skráði um 1965, að hann telji þetta „vafalaust” hafa verið nátthaga. Staðinn skoðaði ég með Ólafi Tryggvasyni bónda á Ytrahvarfi 26. sept. 1975. Uslarétt er enn í góðu gildi og verður ekki skert, en yfir hana liggur nú upphækkaður heyflutningsvegur og á einum stað hefur malargryfjubarmur seilst ögn inn yfir garðinn. Ólafur á Ytrahvarfi hefur fullan hug á að láta þetta mannvirki ekki verða fyrir frekara hnjaski. Út og upp frá Uslarétt er hóll sem heitir Kvíhóll, en engar kvíar eru nú sjá- anlegar þar í nánd. 3. Usla í Hofsárkoti. Bærinn í Hofsárkoti stendur hátt á framanverðum austurkjálka Svarfaðardals, næsti bær utan við Ytrahvarf. íbúðarhús nýtt (1975) stendur nokkra tugi metra suður frá eldra íbúðarhúsi og er rétt að miða við nýja húsið. Beint fram undan því er sá hluti túnsins sem nefnist Dagslátta og fram af henni nokkuð hátt brekkubarð sem heitir Dagsláttubarð. Þetta barð takmarkar að ofan nokkurnveginn ferhyrnt svæði, nálægt einni dag- sláttu að stærð, nú sléttað og ræktað en var áður óræktarmór, þar sem meðal annars uxu ber. Sunnan við þetta svæði eru myndarlegir hólar, en að norðan náði það að heimreið sem nú liggur beint upp að gamla íbúðarhúsinu. Að neð- an voru takmörk svæðisins skammt ofan við þjóðveginn. Á þessum mörkum var á allar hliðar hlaðinn garður úr torfi, gamallegur og sjást enn talsverðar leifar hans. Yst og efst í þessu afgirta svæði var svo sem króuð af rétt. Svæðið heitir Usla og hafa bændur í Hofsárkoti talið að þetta hafi verið nátthagi. Staðhætti skoðaði ég 26. sept. 1975 og leitaði fróðleiks hjá Sigvalda Gunn- laugssyni, bónda í Hofsárkoti, og voru þær upplýsingar í samræmi við ör- nefnalýsingu sem Jóhannes Óli Sæmundsson skráði eftir sama manni um 1965.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.