Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Síða 102
106
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
frá skýrt úr hverju veggir voru hlaðnir, en yfirgnæfandi líkur eru til að þeir
hafi verið úr torfhnausum, sem stungnir hafa verið í móunum umhverfis.
2. Uslarétt á Ytrahvarfi. Fyrir sunnan og ofan bæinn á Ytrahvarfi, 2-300 m,
og ofan gamla túnsins eru nokkrir töluvert fyrirferðarmiklir hólar og heita
Steinhólar, sá efsti þeira Efsti-Steinhóll. Standa hólar þessir í brekkum, sem
verða upp frá lárétta megintúninu á Ytrahvarfi. Sunnan við Efsta-Steinhól er
gamall torfgarður mjög greinilegur, óreglulega hringlagaður og nokkru meiri
upp og ofan eftir brekkunni en þvert yfir um. Girðing þessi er um það bil ein
dagslátta að stærð. Innan í henni er allt í þýfi en þar ber þó mest á dálitlum
hólkolli allháum og efst á honum er svolítil hústóft. Girðing þessi á Hvarfi
heitir Uslarétt og hefur Tryggvi Jóhannsson bóndi þar (d. 1971) látið þess
getið i örnefnaskrá, sem Jóhannes Óli Sæmundsson skráði um 1965, að hann
telji þetta „vafalaust” hafa verið nátthaga.
Staðinn skoðaði ég með Ólafi Tryggvasyni bónda á Ytrahvarfi 26. sept.
1975. Uslarétt er enn í góðu gildi og verður ekki skert, en yfir hana liggur nú
upphækkaður heyflutningsvegur og á einum stað hefur malargryfjubarmur
seilst ögn inn yfir garðinn. Ólafur á Ytrahvarfi hefur fullan hug á að láta þetta
mannvirki ekki verða fyrir frekara hnjaski.
Út og upp frá Uslarétt er hóll sem heitir Kvíhóll, en engar kvíar eru nú sjá-
anlegar þar í nánd.
3. Usla í Hofsárkoti. Bærinn í Hofsárkoti stendur hátt á framanverðum
austurkjálka Svarfaðardals, næsti bær utan við Ytrahvarf. íbúðarhús nýtt
(1975) stendur nokkra tugi metra suður frá eldra íbúðarhúsi og er rétt að miða
við nýja húsið. Beint fram undan því er sá hluti túnsins sem nefnist Dagslátta
og fram af henni nokkuð hátt brekkubarð sem heitir Dagsláttubarð. Þetta
barð takmarkar að ofan nokkurnveginn ferhyrnt svæði, nálægt einni dag-
sláttu að stærð, nú sléttað og ræktað en var áður óræktarmór, þar sem meðal
annars uxu ber. Sunnan við þetta svæði eru myndarlegir hólar, en að norðan
náði það að heimreið sem nú liggur beint upp að gamla íbúðarhúsinu. Að neð-
an voru takmörk svæðisins skammt ofan við þjóðveginn. Á þessum mörkum
var á allar hliðar hlaðinn garður úr torfi, gamallegur og sjást enn talsverðar
leifar hans. Yst og efst í þessu afgirta svæði var svo sem króuð af rétt. Svæðið
heitir Usla og hafa bændur í Hofsárkoti talið að þetta hafi verið nátthagi.
Staðhætti skoðaði ég 26. sept. 1975 og leitaði fróðleiks hjá Sigvalda Gunn-
laugssyni, bónda í Hofsárkoti, og voru þær upplýsingar í samræmi við ör-
nefnalýsingu sem Jóhannes Óli Sæmundsson skráði eftir sama manni um
1965.