Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Qupperneq 104

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Qupperneq 104
108 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS réttirnar hefðu verið notaðar, er ekki annað nærtækara en að þær hefðu verið nátthagar. Ætla má að á öllum fimm stöðunum sé í rauninni um sama nafn að ræða: Uslarétt. í Hofsárkoti er það stytt í Usla (kvk.), en á Melum afbakað í Usla- tóft, sem er rangnefni, því að þetta er girðing eða gerði en ekki tóft. Minnt skal þó á, að á Ytri-Másstöðum var einnig ýmist talað um Uslaréttir eða Usla- tóftir, sbr. bréf Þorsteins, en þar má tóftanafnið frekar til sanns vegar færa. Ekki hef ég getað gefið mér tíma til að leita af mér grun um samskonar ör- nefni annarsstaðar. Þó hef ég flett upp í registrum allmargra rita og blaðað í öllum örnefnaskrám úr Eyjafjarðarsýslu, en ekki rekist á eitt einasta usla- nafn. Má því ætla að þau séu sjaldgæf, þótt fjarstæða væri að telja þau, að svo komnu máli, óþekkt annarsstaðar en í Svarfaðardal. En þar eru þau fimm. Hvað merkir us/i í þessum örnefnum, og hvers konar mannvirki eru það sem við hann eru kennd? Orðið usli er algengt í íslensku máli að fornu og nýju (usli, ausli, auvisli). Það hefur nokkuð víðtæka merkingu en langalgengast er að nota það í merk- ingunni tjón, skaði, óskundi, og í lagamáli sérstaklega tjón sem utanaðkom- andi búpeningur veldur á löndum eða öðrum eignum manna. Eins og nærri má geta hefur frá upphafi og fram á þennan dag verið mikilvægt að nákvæmar lagareglur giltu um þær hömlur sem menn verða að hafa á fé sínu, ef friður átti að haldast, svo og um viðurlög við brotum á gildandi reglum. Ágangur bú- penings var kallaður usli í öllum íslenskum lögum, og bætur fyrir usla nefn- ast uslagjöld. í elstu varðveittu lögum er gert ráð fyrir að setja megi ágangs- pening inn eftir tilteknum reglum og enn er slík aðferð í gildi. Það er því ekki að furða þó grunur vakni um að Uslaréttir kunni að standa á einhvern hátt í sambandi við þennan þjóðlífsþátt. Lítum ögn nánar á lögin. í þjóðveldislögunum er gert ráð fyrir því að sá sem við afrétt býr megi gera svonefnda sveltikví og setja inn ágangspening eftir föstum reglum í því skyni að koma í veg fyrir usla af völdum afréttarfénaðar (Konungsbók Grágásar, útg. V. Finsen, Kbh. 1852. Anden Del, 204/118—119, Staðarhólsbók Grágás- ar útg. V. Finsen, Kbh. 1879, 432/496-497). í Járnsíðu er einnig talað um sveltikví: ,,En fé það er hleypur garð hans eða gengur þar inn, sem hinn skyldi gert hafa, má hann setja í sveltikví og láta hvern leysa sitt landnámi í brott” (Hin forna lögbók íslendinga sem nefnist Járnsida eðr Hákonarbók. Havniæ 1847, bls. 101). í Jónsbók eru mjög ítarleg fyrirmæli um hvernig skuli með fara fé sem gengur að meini í annarra manna land, og er það of langt mál til að hér verði allt upp tekið. En aðalatriði eru þau, að heimilt er að setja ágangs- pening inn eftir settum reglum og krefja um uslagjöld. Hafa leifar af þessum Jónsbókarákvæðum verið í gildi til skamms tíma og má lesa þau í Lagasafni,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.