Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Síða 105

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Síða 105
USLARÉTTIR 109 Reykjavík 1965, bls. 1406: Um lagainnsetning á fénaði og usla. Jóns- bókarákvæðin voru loks numin úr gildi með lögum um afréttarmálefni, fjall- skil o.fl., nr. 42 12. maí 1969, en þar er þó enn mælt fyrir um hvernig með skuli fara ágangspening og gert ráð fyrir að heimilt sé að setja hann inn til þess að knýja fram lögmæt uslagjöld, en þó skal þess gætt að fénaðurinn sé ekki í svelti og ábyrgjast skal sá er inn setur ef fénaðurinn ferst eða verður fyrir slysi. (Lagasafn, íslenzk lög 1. október 1973, Reykjavík 1974, dálkur 1606). Athyglisvert er að eina tilvikið í öllum lögunum þar sem gert er ráð l'yrir að reist sé sérstakt aðhald fyrir uslafénað er þegar um er að ræða afréttarfé, lík- lega vegna þess að fram við afrétti voru ekki hús eða réttir sem nota mætti i þessu skyni. Telja verður mjög ólíklegt að bændur hafi byggt sérstakar réttir eða hús til þessa brúks. Uslaréttirnar geta varla haft nafn sitt af því að þær hafi verið eingöngu ætlaðar fyrir uslafénað, en hverskonar aðhald, rétt eða hús, mátti trúlega nota í því skyni, og hugsanlega hafa þessar réttir nafn sitt af ágangspeningi sem inn í þær hefur verið stungið þegar með þurfti. Lítið eitt frábrugðin skýring er þó ef til vill sennilegri. Þorsteinn Þorsteinsson segir um aðalréttina eða girðinguna á Ytri-Másstöðum, að helst líti út fyrir að hún muni hafa verið nátthagi. Eftirtektarvert er að bændurnir á Ytrahvarfi, í Hofsárkoti og á Melum hafa einnig allir ótilkvaddir gefið sömu skýringu á uslaréttunum á sínum jörðum, þegar örnefni voru skráð, með þessum orðum: „vafalaust forn nátthagi,” „ugglaust nátthagi,” „augsýnilega gamall nátthagi.” í Klaufabrekknakoti var engin skýring gefin, en þó mundi varla öðru en nátthaga vera til að dreifa einnig þar. Vert er að gefa því gaum hve tiltölulega jafnstórar uslaréttirnar eru á öllum bæjunum. Nátthagar voru alþekktir áður fyrr og mjög nauðsynlegir á bæjum. Þeir voru dálitlar girðingar eða gerði nærri bæ, oft í túnjaðri, og voru mest notaðar til að hafa kvíær í þeim yfir nóttina meðan smali svaf. Þá voru ærnar tiltækar að mjalta þær að morgni, en stóðu þó ekki alveg í svelti um nóttina. Einnig mátti að sjálfsögðu nota nátthagann í öðrum tilvikum, þegar hafa þurfti skepnur í haldi yfir nótt en ekki var æskilegt að loka þær inni í húsi eða þröngri rétt. Eitt hlutverk þeirra gat verið að varna því að fé stæði í túninu eða gerði usla hjá sjálfum eiganda sínum. Má því hugsa sér að nátthagar hafi af þessum sökum getað verið nefndir uslaréttir, eða að minnsta kosti að svo kunni að hafa verið í Svarfaðardal. En hvað sem vera kann um réttmæti þessarar skýringar er ekki annað sýnna en að allar uslaréttirnar svarfdælsku séu venjulegir nátthagar en hitt of langsótt, að leggja til að þær muni hafa verið sérstaklega gerðar til að hafa uslafé náungans í haldi. En eftir er að skýra smáréttirnar á Ytri-Másstöðum. Rétt er að vekja athygli á að ekki er víst að þær séu beinlínis hluti af aðalréttinni og kynni að vera að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.