Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Síða 123
EXCAVATIONS AT STÓRABORG, A PALAEOECOLOGICAL APPROACH
127
Þórarinsson, S. (1943) Þjórsárdalur och dess förödelse. In M. Stenberger (ed.) Forntida gárdar i
Island, 11-52. Kobenhavn.
Þórarinsson, S. (1944) Tefrokronologiska stndier pá Island. Kobenhavn.
Þórarinsson, S. (1950) The Eruption of Hekla 1947-48. Bulletin Volcanologique, Ser. 2, 10, 157-
168.
Þórarinsson, S. (1961 a) Uppblástur á íslandi í ljósi öskulagarannsókna. Ársrit Skógrœktarfélags
íslands (1961), 17-54.
Þórarinsson, S. (1961 b) Population Changes in lcleand. Geographical Review, 51, 519-533.
Þorkelsson, Þ. (1935) A fossiliferous Interglacial Layer at Elliðaárvogur, Reykjavík. Greinar, I,
78-91.
Útdráttur
FORNLEIFARANNSÓKNIR AÐ STÓRUBORG FRÁ VISTFRÆÐILEGU
SJÓNARHORNI
Rannsóknir á plöntu- og skordýraleifum úr fornleifauppgröftum hafa verið
gerðar í meira en öld. Það var þó fyrst í York á Englandi, að fornvistfræðing-
ar og fornleifafræðingar samræmdu rannsóknir sínar þannig, að byggja
mætti upp heilsteypta mynd af fyrra umhverfi. Þó að túlkun leifa af þessu tagi
sé oft erfið, hafa rannsóknir á þessu sviði oft bætt miklu við þær upplýsingar
sem fást úr uppgrefti.
Fyrri rannsóknir á íslandi
Þorvaldur Thoroddsen skoðaði plöntuleifar frá Nútíma á öðrum áratug
þessarar aldar, og á fjórða áratugnum rannsakaði Henriksen skordýraleifar í
Elliðaárvognum. Við uppgreftina í Þjórsárdal árið 1939 var náttúruvísinda-
legum aðferðum beitt að einhverju leyti. Sigurður Þórarinsson bætti þá m.a.
miklu við gjóskulagarannsóknir sinar. Frjógreiningar gerðar á sýnum frá
Stöng og Skallakoti sýndu eyðingu birkis en aukningu grasfrjóa eftir land-
nám; runnagróður eykst einnig og malurt og mjaðarlyng, sem ekki vaxa á ís-
landi, koma fyrir. Heimildir um kornrækt fyrr á öldum á íslandi eru margvís-
legar, en kornleifar, í báðum tilfellum smávaxið bygg, hafa verið rannsakaðar
frá Bergþórshvoli og Gröf í Öræfum. Frjógreiningar gerðar síðar, bæði úr
uppgröftum og utan þeirra, gefa sömu mynd af róttækum áhrifum mannsins
á umhverfið, eyðingu birkiskóga og auknum uppblástri í kjölfar þess.
Dýrabein hafa fremur lítið verið rannsökuð. Húsdýrabein frá Stöng voru
skoðuð 1939. Á Hegranesþingstað í Skagafirði fundust kindabein brotin til
mergjar, og húsdýra- og fiskbein frá þingstaðnum í Kópavogi voru greind.
Mannabein voru rannsökuð úr kirkjugarðinum að Skeljastöðum í Þjórsárdal,
en magnið er of lítið til að gefa áreiðanlega mynd af íslendingum á miðöld-
um.