Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Page 129
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1979
133
Almennt um safnstörfin
Hin föstu störf í safninu voru með svipuðum hætti og venja er til, skráning-
arstörf, ýmis minni háttar rannsóknarverk og dagleg fyrirgreiðslu- og útlána-
störf af margvíslegu tagi, sem öll mega heita í föstum skorðum frá ári til árs.
Mikið verk var unnið í sambandi við sýningar, einkum Ljósið kemur langt
og mjótt, sem opnuð var í Bogasal 13. janúar og Steinþór Sigurðsson listmál-
ari og leikmyndateiknari skipulagði ásamt starfsmönnum safnsins, en einnig
Snorrasýningu, sem opnuð var 22. júní og safnið stóð að í samvinnu við
Landsbókasafn íslands og Stofnun Árna Magnússonar, svo og myntsýningu,
sem Myntsafnarafélagið stóð fyrir og safnið tók þátt í. Hún var opnuð 20.
október.
Þá ber að geta, að safnið tók upp þá nýlundu að fá að láni fjórar þjóðhátta-
kvikmyndir frá Noregi, sem sýndar voru í fornaldarsal safnsins tvo sunnu-
daga, 11. og 18. febrúar. Voru sýningarnar vel sóttar og tóku menn þessari
nýbreytni vel.
Þá tók safnið þátt í sýningu í Laugardalshöll, Bíllinn 75 ár á íslandi, sem
Fornbílaklúbbur íslands stóð fyrir. Safnið lánaði þangað ýmsa hluti og
myndir, en einkum þrja gamla bíla, sem það hefur eignast, fólksbíl frá 1928,
snjóbíl frá um 1930 og Ford vörubíl frá 1917, sem Pétur G. Jónsson hafði gert
snilldarlega upp og vakti mikla athygli, enda elsti bíll landsins og því merkis-
gripur. Þessi sýning var vel sótt.
Ole Villumsen Krog ljósntyndari hélt áfram um tíma myndun sinni og
könnun á gömlu silfri með tilstyrk safnsins.
Þjóðminjavörður flutti um haustið úr íbúð þeirri sem hann hefur haft í hús-
inu allt frá upphafi. Er í ráði að þangað verði fluttar skrifstofur safnsins og
vinnustofur, en miklar breytingar þarf þó að gera á húsnæðinu til þess. Verð-
ur að því gríðarlegt vinnuhagræði að hafa allar skrifstofur á einum og sama
stað í húsinu með sérstökum inngangi.
í lok ársins voru teknir burtu miðstöðvarkatlar í kjallara, en þeir hafa aldrei
verið notaðir nema allra fyrstu mánuðina sem húsið var í notkun, rneðan hita-
veita var ekki komin í það. Var í ráði að gera verkstæðisaðstöðu í kjallaranum
þar sem katlarnir höfðu verið, en allt vinnupláss er ntjög takmarkað í húsinu.
Á árinu vann Elsa E. Guðjónsson m.a. að rannsókn á íslenskum heimildum
um sprang og á sprangi varðveittu á íslandi. Þá kom í leitirnar merkilegur
silkisaumaður korpóralsklútur í kirkjunni á Staðarfelli, sem kirkjunni hafði
verið tillagður á árunum 1725-1733 af Katrínu Björnsdóttur. Var klúturinn
léður Þjóðminjasafni til nánari athugunar (sjá grein Elsu E. Guðjónsson,
Tveir rósaðir riðsprangsdúkar, í Árbók 1979).