Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Síða 130
134
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Frœðirit safnmanna
Á árinu birtust ef'tirtalin fræðirit starfsmanna safnsins:
Árni Björnsson:
Andmœlarceða við doktorsritgerð George J. Housers: Saga hestalækninga
á íslandi. Árbók hins íslenska fornleifafélags, 1978. Reykjavík 1979.
Elsa E. Guðjónsson:
Bibliography of Icelandic Historic Textiles and Costumes. Ljósrit.
lcelandic Embroidery Techniques. Ljósrit.
Icelandic Loop-Braided Bands: Kríluð bönd. Bulletin de Liasion du Centre
International d’Etude des Textiles Anciens, 49:1:65-68.
Islenskir kvenbúningar á síðari öldum, I. Ljósrit. ,,Kort oversigt over is
landske kvindedragter fra ca. 1750 til vore dage, ” Nordisk samarbejde
om materialer til bunader. Rapport om nwte i Oslo 31. 10. 1978. Oslo,
1979. Bls. 28-35. Fjölrit.
Notes on knitting in Iceland, I-III. Ljósrit.
Sammenhœngen mellem nogle islandske religiose billeder og udenlandske
tryk. Iconographisk post, 4:22-29.
Skyldleiki erlendra prentmynda við nokkrar íslenskar helgimyndir. Gripla
III, bls. 71-84.
Togcombs in the National Museum of Iceland. Textile history, 10:207-210.
Islenskur vefstaður. Ljósrit, kom út 1978.
(Ath. Prentvilla hefur orðið í ritaskrá Elsu fyrir 1978 í síðustu Árbók, silki-
húfa í stað skildahúfa).
Sýningar og aðsókn
Skráðir safngestir voru alls 30.642 á árinu og að auki komu á sýninguna
Ljósið kemur langt og mjótt 4510 manns. En hér er eins og venjulega, að ekki
eru allir þeir taldir sem koma utan sýningartíma, skólahópar og ferðamanna-
hópar. Skólaheimsóknir annaðist Hrafnhildur Schram eins og áður á vegum
Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur.
En berlega kemur í ljós hin síðari ár að aðsókn að safninu minnkar, og virð-
ist hið sama vera uppi á teningnum um önnur söfn og menningarstofnanir
hérlendis. Sennilega er hér einkum um að kenna minnkandi ferðamanna-
straumi, enda verður þess mjög vart í safninu að minna er um útlendinga en
fyrr. Heita má að á hverjum degi kæmu ferðamannahópar á vegum Loftleiða
og Flugleiða að morgninum, en nú eru þær heimsóknir að miklu leyti liðnar
undir lok.
Sérsýningar í Bogasal voru fjórar á árinu, ein gerð af safninu og tvær aðrar,
sem það tók nokkurn þátt í. Sýningarnar voru þessar: