Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Side 136
140
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
áður en safnið var opnað og aðstoðuðu Magnús við að leggja síðustu hönd á
uppsetningu þess.
Forseti íslands og kona hans voru meðal gesta við opnunina, en þjóðntinja-
vörður komst ekki. Halldór J. Jónsson fyrsti safnvörður fór í hans stað og
flutti ávarp þjóðminjavarðar.
Hinn 17. nóvember var opnað Byggðasafn Suðurnesja í Keflavík, í hinu
gamla íbúðarhúsi á Vatnsnesi, sem safnið var arfleitt að fyrir nokkrum árum.
Var það opnað að viðstöddum þjóðminjaverði og nokkrum gestum. Safnið er
að vísu ekki stórt enn sem komið er, enda eru það aðeins Keflavík og Njarðvík
sem að því standa enn, en þar er mjög gott myndasafn frá atvinnulífi þessara
kaupstaða fyrrum og lífi fólks á Suðurnesjum. Einnig eru þar ýmsir gripir frá
sjósókn og verslun svo og heimilismunir, en hugmyndin er að reisa síðar
viðbótarhúsrými á lóð safnsins, sem er allrúmgóð. Verður það einkum brýnt
er nágrannabyggðarlögin koma til liðs við núverandi aðstandendur safnsins,
en stefnt er að því.
Gunnlaugur Haraldsson hætti störfum við Safnastofnun Austurlands og
fluttist til Akraness og tók við störfum safnvarðar þar, fyrst um sinn í hluta-
starfi. Ekki var ráðinn starfsmaður við Safnastofnun Austurlands að sinni en
stefnt að því strax og færi gæfist.
A Höfn í Hornafirði var unnið kappsamlega að viðgerð Gömlubúðar sem
flutt hefur verið á framtíðarstað safnsins, við svonefnda Sílavík. Höfðu
Stefán Jónsson og Stefán Örn Stefánsson arkitektar yfirumsjón með viðgerð-
inni.
í Skógum var gerður kjallari undir húsið frá Holti á Síðu, sem tekið hefur
verið ofan eins og fyrr hefur verið frá skýrt.
Samkeppni var um teikningu nýs safnahúss í Borgarnesi og voru tillögur
sýndar í Reykjavík eftir að dómnefnd hafði kveðið upp úrskurð sinn. Er
áformað að þar verði í húsinu auk byggðasafnsins héraðsbókasafn, héraðs-
skjalasafn, náttúrugripasafn og listasafn, en þessi söfn hafa verið í sameigin-
legu húsnæði í Borgarnesi og rekstur þeirra mjög náinn.
Á Hnjóti í Örlygshöfn var nýtt safnhús reist og náðist að útibyrgja það fyrir
veturinn. Egill Ólafsson, sem safnað hefur munum þess, hefur eftirlátið sýsl-
unni safnið og sér hún um framkvæmdir.
Að öðru leyti var ekki um nýbyggingar eða meiri háttar nýmæli að ræða hjá
byggðasöfnunum.
Sjóminjasafn
Menntamálaráðherra skipaði að nýju nefnd til að hafa forgöngu um að
koma upp sjóminjasafni, skv. ályktun Alþingis frá 1974. Voru skipaðir í
nefndina skv. tillögum þingflokkanna alþingismennirnir Alexander Stefáns-