Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Page 136

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Page 136
140 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS áður en safnið var opnað og aðstoðuðu Magnús við að leggja síðustu hönd á uppsetningu þess. Forseti íslands og kona hans voru meðal gesta við opnunina, en þjóðntinja- vörður komst ekki. Halldór J. Jónsson fyrsti safnvörður fór í hans stað og flutti ávarp þjóðminjavarðar. Hinn 17. nóvember var opnað Byggðasafn Suðurnesja í Keflavík, í hinu gamla íbúðarhúsi á Vatnsnesi, sem safnið var arfleitt að fyrir nokkrum árum. Var það opnað að viðstöddum þjóðminjaverði og nokkrum gestum. Safnið er að vísu ekki stórt enn sem komið er, enda eru það aðeins Keflavík og Njarðvík sem að því standa enn, en þar er mjög gott myndasafn frá atvinnulífi þessara kaupstaða fyrrum og lífi fólks á Suðurnesjum. Einnig eru þar ýmsir gripir frá sjósókn og verslun svo og heimilismunir, en hugmyndin er að reisa síðar viðbótarhúsrými á lóð safnsins, sem er allrúmgóð. Verður það einkum brýnt er nágrannabyggðarlögin koma til liðs við núverandi aðstandendur safnsins, en stefnt er að því. Gunnlaugur Haraldsson hætti störfum við Safnastofnun Austurlands og fluttist til Akraness og tók við störfum safnvarðar þar, fyrst um sinn í hluta- starfi. Ekki var ráðinn starfsmaður við Safnastofnun Austurlands að sinni en stefnt að því strax og færi gæfist. A Höfn í Hornafirði var unnið kappsamlega að viðgerð Gömlubúðar sem flutt hefur verið á framtíðarstað safnsins, við svonefnda Sílavík. Höfðu Stefán Jónsson og Stefán Örn Stefánsson arkitektar yfirumsjón með viðgerð- inni. í Skógum var gerður kjallari undir húsið frá Holti á Síðu, sem tekið hefur verið ofan eins og fyrr hefur verið frá skýrt. Samkeppni var um teikningu nýs safnahúss í Borgarnesi og voru tillögur sýndar í Reykjavík eftir að dómnefnd hafði kveðið upp úrskurð sinn. Er áformað að þar verði í húsinu auk byggðasafnsins héraðsbókasafn, héraðs- skjalasafn, náttúrugripasafn og listasafn, en þessi söfn hafa verið í sameigin- legu húsnæði í Borgarnesi og rekstur þeirra mjög náinn. Á Hnjóti í Örlygshöfn var nýtt safnhús reist og náðist að útibyrgja það fyrir veturinn. Egill Ólafsson, sem safnað hefur munum þess, hefur eftirlátið sýsl- unni safnið og sér hún um framkvæmdir. Að öðru leyti var ekki um nýbyggingar eða meiri háttar nýmæli að ræða hjá byggðasöfnunum. Sjóminjasafn Menntamálaráðherra skipaði að nýju nefnd til að hafa forgöngu um að koma upp sjóminjasafni, skv. ályktun Alþingis frá 1974. Voru skipaðir í nefndina skv. tillögum þingflokkanna alþingismennirnir Alexander Stefáns-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.